Ferðast með hunda og ketti til Svíþjóðar

Indførsel af hunde og katte til Sverige
Hér eru gefnar upplýsingar um þær reglur sem gilda þegar ferðast með hunda og ketti til Svíþjóðar.

Ef þú ferðast til Svíþjóð með hund eða kött eftir frí í öðru landi, eða tekur hund eða kött sem þú keyptir í öðru landi með þér heim til Svíþjóðar, berð þú sem ferðast með dýrið ábyrgð á því að öll skilyrði séu uppfyllt.

Því skaltu athuga hvaða reglur gilda þegar ferðast er til Svíþjóðar og ganga úr skugga að dýrið hafi auðkennismerkingu, bólusetningu gegn hundaæði og passa sem er í gildi. Það er á þína ábyrgð að tryggja að nauðsynleg gögn séu til staðar.

Leiðbeiningar Jordbruksverket auðvelda þér að sjá hvaða reglur eiga við ef þú hyggst taka gæludýr með þér til Svíþjóðar.

Reglur um ferðalög með gæludýr til Svíþjóðar

Mundu að skrá gæludýrið hjá Tullverket þegar þú ferðast til Svíþjóðar með hund eða kött.

Ef þú ferðast með gæludýr milli Borgundarhólms og annarra landshluta Danmerkur með viðkomu í Svíþjóð þarf dýrið að uppfylla sömu skilyrði og þegar ferðast er með gæludýr til Svíþjóðar.

Tilkynna tollinum um ferðalag með gæludýr

Dýralæknir viðkomandi aðila getur aðstoðað með upplýsingar um þær bólusetningar sem upp á vantar, vernd gegn sníkjudýrum og veitt ráð um hvernig sé best að fara með dýr þegar ferðast er til eða frá Svíþjóðar.

Skrá yfir hunda

Í Svíþjóð verða allir hundaeigendur sem hafa fasta búsetu í landinu að skrá sig og hundinn í miðlæga skrá yfir hunda hjá Jordbruksverket.

Ef þú ert hundaeigandi er þér skylt að kaupa hundaábyrgðartryggingu sem á við ef hundur veldur tjóni á fólki eða hlutum.

Engin bönn gilda um einstakar hundategundir í Svíþjóð. Hins vegar er ekki leyfilegt að eiga hunda sem eru mjög árásargjarnir og bíta auðveldlega og ráðast á fólk og aðra hunda.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna