Kröfur um vegabréf og vegabréfsáritanir þegar ferðast er til Svíþjóðar
Mikilvægt er að kynna sér þær reglur sem gilda um ferðalög til Svíþjóðar áður en ferðast er og hafa nauðsynleg skjöl meðferðist til að forðast vandamál við landamærin.
Þarftu að hafa vegabréfið meðferðist þegar þú ferðast til Svíþjóðar?
Þegar þú ferðast til Svíþjóðar fer það eftir þjóðerni þínu og öðrum þáttum hvort þú þurfir að framvísa vegabréfi eða ekki. Ef þú ferðast með fjölskyldumeðlimum frá landi utan ESB þarftu að huga að þeim sérstöku reglum sem kunna að gilda um þá.
- Norrænir ríkisborgarar: Norrænir ríkisborgarar þurfa alla jafna ekki að framvísa vegabréfi þegar þeir ferðast til Svíþjóðar. Sænska lögreglan mælir þó með því að þú hafir vegabréf eða nafnskírteini með þér til að geta sýnt fram á hver þú ert. Að öllu jöfnu getur þú einnig notað ökuskírteini sem persónuskilríki.
- Ríkisborgarar ESB-/EES-ríkja: Svíþjóð á aðild að Schengen-samstarfinu og að meginreglunni til þurfa ríkisborgarar ESB-/EES-landa ekki að framvísa vegabréfi við komu til Svíþjóðar. Þó er ráðlagt að hafa með sér gild persónuskilrík, til dæmis vegabréf eða nafnskírteini, ef spurningar skyldu vakna um hver þú ert eða tilgang verðar þinnar.
- Ríkisborgarar ESB-/EES-ríkja sem ekki eru í Schengen: Sérstakar reglur gilda um ESB-ríkin sem ekki eru innan Schengen-svæðisins. Þegar ferðast er til og frá þessum löndum er landamæraeftirlit í minna lagi. Þú getur ferðast til Svíþjóðar án vegabréfs ef þú ert ríkisborgari ESB-/EES-lands og með gild persónuskilríki frá þínu landi.
- Ríkisborgarar þriðju landa: Ríkisborgarar þriðju landa, þ.e.a.s. landa utan ESB/EES og Schengen-svæðisins, þurfa alla jafna að framvísa gildu vegabréfi og í sumum tilfellum að hafa vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Svíþjóðar. Mikilvægt er að kanna nákvæmlega hvaða kröfur gilda um þitt land til að forðast að vandamál á landamærum.
Ferðir barna og ólögráða einstaklinga til Svíþjóðar
Börn og unglingar yngri en 18 ára þurfa eigin ferðaskilríki þegar þau ferðast til Svíþjóðar. Ef þau koma frá löndum eða svæðum sem Svíþjóð krefur um vegabréfsáritun þurfa þau að fá sína eigin vegabréfsáritun.
Ólögráða norrænn ríkisborgari getur þó ferðast til Svíþjóð með forráðamanni sínum án eigin ferðaskilríkja ef viðkomandi er ríkisborgari eins norrænu landanna eða EES-borgari og búsettur í ESB-/EES-ríki.
Til að staðfesta rétt á að ferðast til Svíþjóðar þarf forráðamaðurinn að framvísa gildu ferðaskilríki og skjali sem staðfestir hvert barnið er, rétt þess til að ferðast til landsins og að viðkomandi sé forráðamaður barnsins. Þetta geta verið fæðingarvottorð, vottorð eða annars konar opinber skjöl. Einnig getur verið nauðsynlegt að hafa meðferðis skriflegt leyfi frá forráðamanni sem ekki ferðast með.
Fyrir skólabekki, félög eða aðra hópa ólögráða einstaklinga, þar sem kennari eða annar fullorðinn einstaklingur er ábyrgðaraðili, getur réttur til komu inn í Svíþjóð verið metinn með því að sá aðili framvísi lista yfir alla í hópnum. Listinn skal innihalda:
- persónuupplýsingar um ólögráða einstaklinga,
- samþykki forráðamanna hinna ólögráðu einstaklinga og á því að fullorðni einstaklingurinn sem ferðast með þeim sé ábyrgðaraðili.
Fullorðni einstaklingurinn þarf einnig að geta sýnt fram á eigin rétt til að ferðast til landsins og dvalar í því. Auk þess skal sá einstaklingur að geta sýnt með skýrum hætti fram á að hinir ólögráða einstaklingar taki þátt í skipulögðu hópstarfi á borð við skóla- eða frístundaferð.
Fyrir ólögráða einstaklinga sem ekki eru EES-borgarar en eru búsettir og hafa dvalarleyfi í aðildarríki skal ábyrgðaraðilinn fylla út eyðublað Migrationsverket, „Förteckning över deltagare i skolresor inom EU“ (listi yfir þátttakendur í skólaferð innan ESB).
Gild ferðaskilríki í Svíþjóð
Þú þarft alltaf að hafa gild ferðaskilríki á borð við vegabréf eða nafnskírteini meðferðis til Svíþjóðar til að þú getir sýnt fram á hver þú ert ef þess gerist þörf.
Ökuskírteini, greiðslukort eða skattkort eru ekki tekin gild sem ferðaskilríki í Svíþjóð og þeim kann því að vera hafnað sem skilríkjum.
Í sumum tilfellum kunna nafnskírteini að vera tekin gild sem skilríki við komu til Svíþjóðar. Þó er alltaf gott að hafa vegabréf meðferðis til öryggis, sérstaklega ef verðast er frá landi utan ESB/EES.
Gildistími vegabréfs í Svíþjóð
Ef þú ert ríkisborgari Schengen-lands og ferðast til Svíþjóðar þurfa ferðaskilríkin þín að vera í gildi á ferðadaginn.
Ef þú ferðast til Svíþjóðar frá landi utan Schengen-svæðisins má vegabréfið ekki vera eldra en 10 ára og þarf að gilda í minnst 3 mánuði frá degi fyrirhugaðrar heimfarar.
Þú berð ábyrgð á því að ganga úr skugga um að þú takir gild ferðaskilríki með þér til Svíþjóðar. Ef stutt er í að vegabréfið þitt renni út gæti verið góð hugmynd að endurnýja það fyrir ferðina.
Vegabréfsáritanir í Svíþjóð
Ef þú ert ekki ríkisborgari ESB-lands og vilt heimsækja Svíþjóð í allt að 90 daga gætir þú þurft að sækja um vegabréfsáritun. Vegabréfsáritanir veita leyfi til að ferðast til og dvelja innan Schengen-landanna í allt að 90 daga á 180 daga tímabili.
Það hvort þú þurfir að fá vegabréfsáritun fer eftir heimalandi þínu, hvort þú hafir dvalarleyfi í öðru Schengen-ríki eða búir í ESB-ríki.
Ef þú ert ekki með gilt dvalarleyfi í öðru Schengen-ríki þarftu ekki að sækja um vegabréfsáritun í Svíþjóð í allt að 90 daga. Vegabréfsáritanir gefa alla jafna ekki rétt á för til allra Schengen-ríkja en í einstökum tilfellum gilda þær aðeins fyrir dvöl í Svíþjóð eða vissum öðrum Schengen-ríkjum. Ef þú vilt dvelja í Svíþjóð í meira en 90 daga þarftu að sækja um heimsóknardvalarleyfi.
Önnur mikilvæg ferðaskjöl í Svíþjóð
Auk vegabréfs og vegabréfsáritunar getur komið sér vel að hafa fleiri skjöl meðferðis, svo sem ferðatryggingu, bókunarstaðfestingu og heimilisfang dvalarstaðarins. Þeirra getur verið þörf ef spurningar vakna hjá landamæraeftirliti.
Inngöngu til Svíþjóðar hafnað
Svíþjóð getur neitað þér eða fjölskyldu þinni inngöngu í landið með vísan til almannareglu, öryggis eða heilbrigðis. Til þess þurfa viðeigandi stofnanir að geta sýnt fram á að þú eða fjölskylda þín skapi raunverulega, bráða og nægilega alvarlega ógn. Þú átt rétt á að fá skriflega ákvörðun viðkomandi stofnana, þar á meðal rökstuðning og upplýsingar um hvernig þú getur kært og innan hvaða tímamarka.
Ef þú færð ekki leyfi til inngöngu í Svíþjóð verður þú að öllu jöfnu send(ur) aftur til heimalands þíns á þinn eigin kostnað.
Aðstoð utanríkisþjónustu í Svíþjóð
Í neyðaraðstæðum eða ef vandamál koma upp við dvöl í Svíþjóð getur þú leitað aðstoðar hjá sendiráði eða ræðismanni heimalands þíns í Svíþjóð.
Nánari upplýsingar
Þú færð nánari upplýsingar um komu til Svíþjóðar hjá sænsku lögreglunni og innflytjendastofnuninni Migrationsverket.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.