Húsnæðisbætur í Noregi

Bostøtte i Norge
Hér geturðu lesið um rétt til húsnæðisbóta í Noregi.

Í Noregi er meginreglan sú að fólk fjármagni sjálft íbúðarhúsnæði sitt. Lágtekjufólk með háan húsnæðiskostnað getur hins vegar í sumum tilvikum átt rétt á húsnæðisbótum.

Hvað eru húsnæðisbætur?

Húsnæðisbætur eru opinber styrkur í umsjón Husbanken og sveitarfélaganna. Húsnæðisbætur eiga að auðvelda lágtekjufólki með háan húsnæðiskostnað að komast í eða halda öruggu og góðu húsnæði.

Áttu rétt á húsnæðisbótum?

Skilyrði til að öðlast rétt á húsnæðisbótum þarftu að vera 18 ára eða eldri, þú mátt ekki gegna herskyldu eða vera í fullu námi. Nokkrar undantekningar eru hvað varðar síðasta atriðið.

Húsnæðið sem þú sækir um húsnæðisbætur fyrir verður að vera sjálfstætt húsnæði með sérinngangi og eigin baðherbergi/salerni. Þar þarf að vera eldunaraðstaða og hægt að sofa og hvílast.

Þú átt ekki rétt á húsnæðisbótum ef tekjur þínar eru yfir efri tekjumörkum. Engu máli skiptir hvað húsnæðiskostnaðurinn er hár. Bæturnar eru reiknaðar út frá mánaðarlegum brúttótekjum allra heimilismanna eldri en 18 ára.

Hvernig sækirðu um?

Þú sækir rafrænt um húsnæðisbætur á vefsíðu Husbanken. Til þess þarftu rafræn skilríki. Ef þú getur ekki sótt um rafrænt fyllirðu út umsóknareyðublað á pappír og sendir á sveitarfélagið (eða borgarhverfi í Ósló). Þú getur ekki sent umsóknareyðublaðið í tölvupósti.  Húsnæðisbótaskrifstofan er venjulega til húsa á húsnæðisskrifstofunni, þjónustuskrifstofunni eða hjá NAV í viðkomandi sveitarfélagi.

Hvar geturðu fengið svör við spurningum?

Hafðu samband við Husbanken ef spurningum þínum um húsnæðisbætur í Noregi er ósvarað.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna