Rafræn skilríki í Noregi

Kvinne med telefon og PC
Photographer
Photo by Firmbee.com on Unsplash
Rafræn skilríki eru notuð til að eiga í samskiptum við hið opinbera í Noregi og nota þjónustur á borð við netbanka og netverslanir. Rafræn skilríki eru mikilvæg til að geta staðfest hver maður er. Mismunandi tegundir rafrænna skilríkja eru til í Noregi.

Hvar er hægt að nota norsk rafræn skilríki?

Norsk rafræn skilríki gefa aðgang að ýmissi stafrænni þjónustu:

  • Opinberri þjónustu: Þú getur skráð þig inn á vefsíður stofnana og sinn verkefnum á borð við að breyta heimilisfangi, skila skattskýrslu, skoða lyfseðla og sjúkraskýrslur og fleira. 
  • Bankaþjónustu: Þú getur meðal annars skráð þig inn á bankareikninginn þinn, framkvæmt millifærslur, athugað stöðuna og sótt um lán. 
  • Rafrænni undirritun: Þú getur undirritað rafræn skjöl og samninga á netinu.
  • Viðskipti og þjónustu: Þú getur verslað á netinu og skráð þig inn í þjónustu með öruggum hætti.

Hvaða tegundir rafrænna skilríkja eru til í Noregi?

Ýmsir þjónustuveitendur bjóða upp á rafræn skilríki í Noregi. BankID, Buypass ID og Commfides eru þeir þrír veitendur rafrænna skilríkja sem hafa háa öryggiseinkunn.

MinID eru gefin út af ríkinu og nýtast til að skrá sig inn með öruggum hætti en öryggi þeirra er ekki mikið og BankID, Bypass ID og Commfides.

Hverjir geta fengið norsk rafræn skilríki og hvernig eru þau pöntuð?

Þú getur fengið norsk rafræn skilríki ef: 

  • Þú ert með norska kennitölu eða d-númer.
  • Þú uppfyllir kröfur um skilríki.

Í fyrsta sinn sem rafræn skilríki eru gefin út þarftu að mæta í eigin persónu og sýna gild skilríki. Staðfesting skilríkja fer fram með þjónustu Posten, í bankaútibúi eða á vinnustað.

Hvert skal leita með spurningar?

Farðu á vefsvæði þjónustuveitendanna til að fá nánari upplýsingar um norsk rafræn skilríki og hvernig þau eru pöntuð eða lestu nánar um þetta á skilríkjagáttinni.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna