Almannatryggingakerfi hvaða lands tilheyrir þú?

Billede af flyttebil der bliver aflæsset.
Ljósmyndari
Yadid Levy
Mikilvægt er að vita í hvaða landi maður á aðild að almannatryggingum. Það skiptir máli hvað ýmis réttindi þín og skyldur varðar. Alltaf skal huga að almannatryggingum þegar flutt er til annars norræns lands eða störf eru hafin þar.

Aðild að almannatryggingum í tilteknu landi felur í sér að þú lýtur reglum þess lands í málum á borð við:

  • atvinnuleysistryggingar
  • lífeyrisgreiðslur
  • sjúkradagpeninga
  • barnabætur
  • heilbrigðisþjónustu
  • fæðingarorlofsgreiðslur
  • bætur vegna vinnuslyss

Það er mikilvægt að vita hvar maður á aðild að almannatryggingum því það getur skipt máli varðandi það hvar maður á rétt á atvinnuleysisbótum, fjölskyldubótum og margt fleira.

Í mörgum tilvikum þarf að huga sérstaklega að því hvar maður á aðild að almannatryggingum. Það á til dæmis við ef flutt er til annars lands, ef unnið er í öðru landi en því sem maður býr í eða ef unnið er fyrir vinnuveitanda í öðru landi.

Alla jafna átt þú og vinnuveitandi þinn að greiða til almannatrygginga í því landi þar sem þú átt aðild að þeim. Þó er þetta fyrirkomulag mjög misjafnt á milli Norðurlandanna. Ef þú vinnur í tveimur löndum getur það þýtt að vinnuveitanda í einu landi beri skylda til að greiða til almannatrygginga í öðru landi.

Reglur um það hvar þú átt aðild að almannatryggingum gilda í öllum ESB- og EES-löndum auk Sviss, Færeyja og Grænlands. 

Þessi grein er ekki tæmandi úttekt á öllum aðstæðum sem komið geta upp. Því er mikilvægt að þú hafir samband við almannatryggingayfirvöld í því landi sem þú býrð, vinnur, stundar nám eða rekstur í eða þiggur opinberar greiðslur frá til að ganga úr skugga um að þú njótir réttra trygginga.

Hvar áttu aðild að almannatryggingum?

Meginreglan er að einstaklingur á aðild að almannatryggingum í því landi sem hann starfar. Þeir sem ekki eru með atvinnu eiga yfirleitt aðild að almannatryggingum í því landi þar sem þeir búa. Oft þarf þó að huga sérstaklega að þessu. Það á ekki síst við ef maður hefur störf í öðru landi, ef flutt er til annars lands eða ef lífsaðstæður breytast.

Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um almannatryggingar við ýmsar aðstæður. Listinn er ekki tæmandi og oft geta sérstök skilyrði átt við um tilteknar aðstæður. Því skal alltaf hafa samband við viðeigandi yfirvöld til að fá frekari upplýsingar.

Hvað merkir „vinnuland“?

Með „vinnulandi“ eða „vinnur“ er átt við landið þar sem þú innir sjálfa vinnuna af hendi.

Hvað felst í „búsetu“?

Almannatryggingayfirvöld líta svo á að þú búir í því landi þar sem dvalarstaður þinn er. Í því sambandi er ekki aðeins horft til þess hvar þú átt lögheimili þitt heldur einnig hvar þú dvelur, hvernig húsnæðisaðstæður þínar eru, hvar fjölskylda þín dvelur og fleira.

Ef þú býrð og starfar í sama landi

Ef þú býrð og vinnur í sama landi áttu aðild að almannatryggingum í því landi nema þú sért hafir verið send/ur til annars lands vegna vinnu og hafir sótt um aðild að almannatryggingum í því landi.
 

Ef þú býrð í einu landi og vinnur í öðru

Ef þú býrð í einu landi og vinnur eingöngu í öðru landi áttu aðild að almannatryggingum í því landi þar sem þú vinnur nema þú hafir verið send/ur til annars lands vegna vinnu og hafir sótt um aðild að almannatryggingum í landinu sem þú býrð í.
 

Ef þú vinnur í tveimur löndum

Ef þú vinnur í tveimur löndum og býrð í öðru þeirra áttu aðild að almannatryggingum í landinu sem þú býrð í að því gefnu að þú sért í a.m.k. 25% starfi þar. Ef þú ert í innan við 25% starfi í landinu sem þú býrð í er það heimabær þinn eða vinnuveitandans sem segir til um hvar þú átt aðild að almannatryggingum. 

Ef þú ert í starfi sem embættismaður og innir af hendi launað starf og/eða sjálfstæða starfsemi í einu eða fleiri löndum lýtur þú löggjöf sama lands og stofnunin sem þú vinnur hjá.

Ef þú vinnur heiman frá fyrir erlendan vinnuveitanda

Ef þú vinnur fyrir erlendan vinnuveitanda en innir a.m.k. 25% starfsins af hendi heiman frá í því landi sem þú býrð í er almenna reglan sú að þú eigir aðild að almannatryggingum í landinu sem þú býrð í.

Vegna Covid-19-faraldursins hafa yfirvöld á Norðurlöndum hafa hvatt vinnuveitendur til að leyfa starfsfólki að vinna heiman frá. Ef þú starfar í öðru norrænu landi en því sem þú býrð í gætu sérstakar reglur gilt um hvaða almannatryggingakerfi þú tilheyrir.

Hafðu samband við almannatryggingastofnanir þess lands sem þú býrð í ef þú ert í vafa um hvort þú njótir almannatrygginga.

Ef þú ert einyrki, afleysingastarfsmaður eða starfar í menningargeiranum

Ef þú vinnur fyrir afleysingafyrirtæki eða vinnur þvert á landamæri fyrir einn eða fleiri vinnuveitendur er mikilvægt að hafa samband við almannatryggingayfirvöld í búsetu landi þínu til að fá upplýsingar um það hvers lands reglur eiga við um þig.

Ef þú vinnur við flugsamgöngur (starfsfólk í flugi)

Ef þú vinnur eingöngu sem flugmaður eða áhafnarmeðlimur í farþega- eða fragtflugi er almenna reglan sú að þú eigir aðild að almannatryggingum í því landi þar sem þú ert með heimahöfn.
 

Ef þú vinnur um borð í skipi

Ef þú ert launþegi eða sjálfstætt starfandi og vinnur um borð í skipi er almenna reglan sú að þú eigir aðild að almanntryggingum í því landi hvers fána skipið siglir undir. 

Ef þú ert launþegi og þiggur laun frá vinnuveitanda í sama landi og þú býrð í er þó almenna reglan sú að þú eigir aðild að almannatryggingum í því landi sem þú býrð í. 

Ef þú ert sjálfstætt starfandi atvinnurekandi

Ef þú ert sjálfstætt starfandi er almenna reglan sú að þú eigir aðild að almannatryggingum í því landi sem þú býrð í ef þú innir af hendi meira en 25% starfs þíns þar. 

Ef þú innir starf þitt af hendi í fleiri en einu landi en innir ekki a.m.k. 25% af starfinu af hendi í því landi sem þú býrð í áttu aðild að almannatryggingum í því landi þar sem þú innir starf þitt aðallega af hendi.

Ef þú stundar nám

Ef þú stundar nám er almenna reglan sú að þú eigir aðild að almannatryggingum í því landi sem þú býrð í en í ákveðnum tilvikum geturðu átt aðild að almannatryggingum í því landi sem greiðir þér námslán/-styrk. Hafa ber samband við almannatryggingayfirvöld til að fá upplýsingar um þetta.

Ef þú býrð í einu norrænu landi og þiggur ellilífeyri eða eftirlaun sem veitt eru fyrir venjulegan eftirlaunaaldur frá öðru

Ef þú þiggur aðeins ellilífeyri eða eftirlaun sem veitt eru fyrir venjulegan eftirlaunaaldur frá öðru norrænu landi áttu aðild að almannatryggingum í því landi sem þú býrð í.

Ef þú býrð í einu landi og þiggur aðrar atvinnuleysisbætur frá öðru landi

Ef þú þiggur t.a.m. atvinnuleysisdagpeninga eða fæðingarorlofsgreiðslur frá öðru landi en því sem þú býrð í er almenna reglan sú að þú eigir aðild að almannatryggingum í því landi sem innir greiðslurnar af hendi. Hafa ber samband við almannatryggingayfirvöld til að fá upplýsingar um þetta.

Fjölskyldur

Ef par á aðild að almannatryggingum í tveimur löndum og annaðhvort á barn eða væntir barns gilda sérstakar reglur um barnabætur og fæðingarorlofsgreiðslur.

Hafðu samband við almannatryggingastofnanir í því landi sem þú býrð og starfar í ef þú ert í vafa um hvað á við í ykkar tilfelli.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna