Kosningaréttur á Grænlandi
Grænland er sjálfsstjórnarsvæði með fulltrúalýðræði innan ríkjasambansins. Haldnar eru þrenns lags kosningar á Grænlandi:
- Kosningar til Inatsisartut, sem er grænlenska þingið
- Kosningar til sveitarstjórna
- Kosningar til danska þingsins þar sem Grænlendingar kjósa tvo fulltrúa
Hverjir hafa kosningarétt á Grænlandi?
Til að hafa atkvæðarétt í kosningum til grænlenska og danska þingsins þarf maður að:
- Vera orðin/n 18 ára
- Vera danskur ríkisborgari
- Hafa fasta búsetu á Grænlandi
Hægt er að fá atkvæðarétt í sveitarstjórnarkosningum án þess að vera danskur ríkisborgari ef maður hefur haft fasta búsetu í ríkjasambandinu (Grænlandi, Færeyjum eða Danmörku) í a.m.k. þrjú ár fyrir kosningarnar.
Pólitíska kerfið á Grænlandi
Inatsisartut fer með löggjafarvaldið á Grænlandi og fulltrúar eru kosnir í lýðræðislegum kosningum á fjögurra ára fresti. Kosinn er 31 fulltrúi úr hópi frambjóðenda og alllt Grænland er eitt kjördæmi. Að kosningum loknum kýs þingið sér formann.
Sjö stjórnmálaflokkar eru starfandi á Grænlandi og oftast eru það þeir fimm stærstu sem kosnir eru á þingið:
- Siumut, systurflokkur danska jafnaðarmannaflokksins (Socialdemokraterne)
- Inuit Ataqatigiit (IA), systurflokkur sósíalíska þjóðarflokksins í Danmörku (Socialistisk Folkeparti)
- Kalaallit Nunaani Demokraatit (Demókratar), systurflokkur Radikale i Danmörku
- Atassut, systurflokkur Venstre i Danmörku
- Partii Naleraq, klofningsframboð frá Siumut
- Suleqatigiissitsisut (Samstarfsflokkurinn), klofningsframboð frá Demókrötum
- Nunatta Qitornai, klofningsframboð frá Siumut
Ríkisstjórn Grænlands nefnist Naalakkersuisut. Formaður Naalakkersuisut er tilnefnduar af þinginu eftir kosningar og hann setur svo saman ríkisstjórn.
Naalakkersuisut fer með framkvæmdavald á Grænlandi (ásamt sveitarstjórnum). Frá innleiðingu heimastjórnarinnar árið 1979 hefur flokkurinn Siumut verið ráðandi í Naalakkersuisut.
Ráðherra á Grænlandi nefnist naalakkersuisoq.
Sveitarstjórnir fara með framkvæmdavald á sveitarstjórnarstigi á Grænlandi og eru skipaðar 15–19 fulltrúum sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn.
Í sveitarstjórnarkosningum er kosin sveitarstjórn og sveitarstjóri fyrir hvert af sveitarfélögunum fimm á Grænlandi.
Byggðastjórnir gefa byggðunum tækifæri á að tryggja að raddir þeirra heyrist og að þær hafi aðkomu að starfi sveitarstjórnanna.
Sveitarstjórn ákvarðar fjölda fullltrúa í byggðastjórnunum. Í sumum tilvikum geta margar litlar byggðir myndað eitt kjördæmi. Sveitarstjórn tekur ákvörðun um slíkt.
Grænland kýs tvo fulltrúa á danska þingið til fjögurra ára frá þeim degi þegar þingkosningar eru haldnar í Danmörku. Grænlensku þingmennirnir tveir á danska þinginu hafa það hlutverk að gæta hagsmuna Grænlands og Norðurskautssvæðisins innan ríkjasambandsins ásamt því að veita upplýsingar um Grænland í Danmörku.
Grænland er eitt kjördæmi svo allir frambjóðendur eru í framboði alls staðar í landinu. Hægt er að kjósa frambjóðanda sem er í framboði á Grænlandi. Það er ekki hægt að kjósa danska frambjóðendur ef maður er búsettur á Grænlandi.
Ríkisumboðsmaðurinn á Grænlandi sér um framkvæmd danskra þingkosninga á Grænlandi.
Að kjósa bréfleiðis á Grænlandi
Ef maður hefur fasta búsetu á Grænlandi og getur ekki kosið á kjördegi er hægt að kjósa bréfleiðis. Hægt er að kjósa bréfleiðis í bæði kosningum til grænlenska þingsins, danska þingsins og til sveitarstjórna.
Hægt er að kjósa bréfleiðis ef maður er staddur á Grænlandi en kemst ekki á kjörstað, t.d. vegna sjúkrahúslegu, frelsissviptingar eða atvinnu/búsetu á afskekktum stað á Grænlandi.
Einnig er hægt að kjósa bréfleiðis ef maður er staddur erlendis vegna orlofs, vinnuferðar, náms eða læknismeðferðar. Þá er einnig hægt að kjósa bréfleiðis ef maður vinnur fyrir grænlensku landsstjórnina á erlendri grund eða ef maður er fulltrúi á danska þinginu.
Nánari upplýsingar um hvernig kosið er bréfleiðis við ólíkar aðstæður á Sullissivik (borgaraþjónustu):
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.