Kosningaréttur á Grænlandi

People in Nuuk
Photographer
Mads Schmidt Rasmussen / norden.org
Hér geturðu lesið um hverjir mega kjósa til grænlenska þingsins, sveitarstjórna og danska þingsins.

Grænland er sjálfsstjórnarsvæði með fulltrúalýðræði innan ríkjasambansins. Haldnar eru þrenns lags kosningar á Grænlandi:

  • Kosningar til Inatsisartut, sem er grænlenska þingið
  • Kosningar til sveitarstjórna
  • Kosningar til danska þingsins þar sem Grænlendingar kjósa tvo fulltrúa

Hverjir hafa kosningarétt á Grænlandi?

Til að hafa atkvæðarétt í kosningum til grænlenska og danska þingsins þarf maður að:

  • Vera orðin/n 18 ára
  • Vera danskur ríkisborgari
  • Hafa fasta búsetu á Grænlandi

Hægt er að fá atkvæðarétt í sveitarstjórnarkosningum án þess að vera danskur ríkisborgari ef maður hefur haft fasta búsetu í ríkjasambandinu (Grænlandi, Færeyjum eða Danmörku) í a.m.k. þrjú ár fyrir kosningarnar.

Pólitíska kerfið á Grænlandi

Inatsisartut

Inatsisartut fer með löggjafarvaldið á Grænlandi og fulltrúar eru kosnir í lýðræðislegum kosningum á fjögurra ára fresti. Kosinn er 31 fulltrúi úr hópi frambjóðenda og alllt Grænland er eitt kjördæmi. Að kosningum loknum kýs þingið sér formann. 

Sjö stjórnmálaflokkar eru starfandi á Grænlandi og oftast eru það þeir fimm stærstu sem kosnir eru á þingið:

- Siumut, systurflokkur danska jafnaðarmannaflokksins (Socialdemokraterne)

- Inuit Ataqatigiit (IA), systurflokkur sósíalíska þjóðarflokksins í Danmörku (Socialistisk Folkeparti)

- Kalaallit Nunaani Demokraatit (Demókratar), systurflokkur Radikale i Danmörku

- Atassut, systurflokkur Venstre i Danmörku

- Partii Naleraq, klofningsframboð frá Siumut

- Suleqatigiissitsisut (Samstarfsflokkurinn), klofningsframboð frá Demókrötum

- Nunatta Qitornai, klofningsframboð frá Siumut

Naalakkersuisut

Ríkisstjórn Grænlands nefnist Naalakkersuisut. Formaður Naalakkersuisut er tilnefnduar af þinginu eftir kosningar og hann setur svo saman ríkisstjórn.

Naalakkersuisut fer með framkvæmdavald á Grænlandi (ásamt sveitarstjórnum). Frá innleiðingu heimastjórnarinnar árið 1979 hefur flokkurinn Siumut verið ráðandi í Naalakkersuisut.

Ráðherra á Grænlandi nefnist naalakkersuisoq.

Sveitarstjórnir

Sveitarstjórnir fara með framkvæmdavald á sveitarstjórnarstigi á Grænlandi og eru skipaðar 15–19 fulltrúum sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn.

Í sveitarstjórnarkosningum er kosin sveitarstjórn og sveitarstjóri fyrir hvert af sveitarfélögunum fimm á Grænlandi.

Byggðastjórnir

Byggðastjórnir gefa byggðunum tækifæri á að tryggja að raddir þeirra heyrist og að þær hafi aðkomu að starfi sveitarstjórnanna.

Sveitarstjórn ákvarðar fjölda fullltrúa í byggðastjórnunum. Í sumum tilvikum geta margar litlar byggðir myndað eitt kjördæmi. Sveitarstjórn tekur ákvörðun um slíkt.

 

Danska þingið (Folketinget)

Grænland kýs tvo fulltrúa á danska þingið til fjögurra ára frá þeim degi þegar þingkosningar eru haldnar í Danmörku. Grænlensku þingmennirnir tveir á danska þinginu hafa það hlutverk að gæta hagsmuna Grænlands og Norðurskautssvæðisins innan ríkjasambandsins ásamt því að veita upplýsingar um Grænland í Danmörku. 

Grænland er eitt kjördæmi svo allir frambjóðendur eru í framboði alls staðar í landinu. Hægt er að kjósa frambjóðanda sem er í framboði á Grænlandi. Það er ekki hægt að kjósa danska frambjóðendur ef maður er búsettur á Grænlandi. 

Ríkisumboðsmaðurinn á Grænlandi sér um framkvæmd danskra þingkosninga á Grænlandi.

Að kjósa bréfleiðis á Grænlandi

Ef maður hefur fasta búsetu á Grænlandi og getur ekki kosið á kjördegi er hægt að kjósa bréfleiðis. Hægt er að kjósa bréfleiðis í bæði kosningum til grænlenska þingsins, danska þingsins og til sveitarstjórna.

Hægt er að kjósa bréfleiðis ef maður er staddur á Grænlandi en kemst ekki á kjörstað, t.d. vegna sjúkrahúslegu, frelsissviptingar eða atvinnu/búsetu á afskekktum stað á Grænlandi.

Einnig er hægt að kjósa bréfleiðis ef maður er staddur erlendis vegna orlofs, vinnuferðar, náms eða læknismeðferðar. Þá er einnig hægt að kjósa bréfleiðis ef maður vinnur fyrir grænlensku landsstjórnina á erlendri grund eða ef maður er fulltrúi á danska þinginu.

Nánari upplýsingar um hvernig kosið er bréfleiðis við ólíkar aðstæður á Sullissivik (borgaraþjónustu):

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna