Þjóðskrá á Grænlandi

People in Nuuk
Ljósmyndari
Mads Schmidt Rasmussen / norden.org
Hér er að finna upplýsingar um þjóðskrá á Grænlandi og hvernig hægt er að fá kennitölu og búsetuvottorð.

Grænland er sjálfsstjórnarsvæði í ríkjasambandi Danmerkur, Færeyja og Grænlands. Íbúar á Grænlandi falla undir reglur um skráningu í þjóðskrá sem fram koma í lögum um þjóðskrá (Det Centrale Personregister) sem CPR-skrifstofan í Danmörku og sveitarfélögin á Grænlandi hafa umsjón með. 

Kennitala, einnig oft nefnd cpr-númer, er nauðsynleg í ýmsu samhengi þegar búið er á Grænlandi, t.d. til að opna bankareikning, fara til læknis, greiða skatt, stofna símanúmer o.fl.

Norrænir ríkisborgarar falla undir samning um flutninga innan Norðurlanda þar sem Grænland fellur einnig undir samkomulag um þjóðskrá á milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Þjóðskrá í heimalandi þínu fær því sjálfkrafa skilaboð þegar þú ert skráð/ur í þjóðskrá á Grænlandi.

Norrænir ríkisborgarar

Þegar þú skráir flutning til Grænlands ertu skráð/ur í miðlæga þjóðskrá og færð kennitölu. Það gerirðu með því að fylla út flutningseyðublað hjá borgaraþjónustu sveitarfélagsins þíns í síðasta lagi fimm dögum eftir að þú flytur til Grænlands. Þú getur fundið borgaraþjónustuna þína í gegnum vefgáttina Sullissivik. 

Þú hefur rétt á að skrá þig inn í landið ef þú veist að þú munir dveljast á Grænlandi í að minnsta kosti þrjá mánuði og þú hefur stað að búa á eða fasta búsetu.

Mikilvægt er að hafa í huga að dönsk/grænlensk kennitala sem þú færð við skráningu í þjóðskrá á Grænlandi gefur þér ekki rétt á ókeypis læknisaðstoð og sjúkrahúsvist í Danmörku, á Norðurlöndum eða innan ESB.

Það getur borgað sig að fá búsetuvottorð. Búsetuvottorðið gildir sem sjúkratryggingavottorð ef þú þarft að nota heilbrigðiskerfið í Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi eða á Íslandi. Þegar þú hefur verið skráð/ur í þjóðskrá geturðu fengið búsetuvottorð (gegn gjaldi) hjá borgaraþjónustunni þinni. Einnig geturðu prentað það út ókeypis á Sullissivik.  

Ef þú ert ekki með lögheimili á Grænlandi

Þú getur fengið danska kennitölu án þess að vera með lögheimili á Grænlandi. Þá þarftu að vera í vinnu í landinu.

Þú þarft að nota kennitöluna til að greiða skatt. 

Til þess að fá „kerfiskennitölu“ þarftu að hafa samband við SKAT og framvísa:

  • Skilríkjum
  • Vottorði um að þú eigir heimili í öðru landi
  • Ráðningarsamningi með upplýsingum um laun og ráðningartímabil
  • Hugsanlegu starfs- og dvalarleyfi

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna