Stéttarfélög í Færeyjum

Fagforeninger på Færøerne
Hér er að finna almennt yfirlit yfir stéttarfélög í Færeyjum.

Eins og á hinum Norðurlöndunum eru langflestir sem starfa á færeyskum vinnumarkaði aðilar að stéttarfélögum.  

Stéttarfélögin annast kjarasamninga og láta sig jafnframt varða fagleg málefni á vinnustöðunum.

Upplýsingar um réttindi þín og skyldur sem launamanns veitir landssamband stéttarfélaga eða stéttarfélag sem tengist viðkomandi atvinnugrein eða fagsviði.

Stéttarfélögunum er skipt upp í marga faghópa. Mörg þeirra vinna saman í regnhlífarsamtökum. 

Hér að neðan er listi yfir stéttarfélögin í Færeyjum. Listinn er þó ekki tæmandi.

Samtak eru regnhlífarsamtök ófaglærðs launafólks. 8000 meðlimir sem eru félagar í Føroya Arbeiðarafelag (Verkamannafélag Færeyja), Føroya Fiskimannafelag (Sjómannafélag Færeyja), Havnar Arbeiðsmannafelag (Verkamannafélag Þórshafnar), Klaksvíkar Arbeiðsmannafelag (Verkamannafélag Klakksvíkur) og Klaksvíkar Arbeiðskvinnufelag (Verkakvennafélag Klakksvíkur).

Starvsmannafelagið er með u.þ.b. 2400 meðlimi og er stéttarfélag skrifstofufólks, stjórnsýslu, sveitarfélaga og opinberu hlutafélaganna. Í félaginu eru um 300 mismunandi faghópar og því má líkja við HK-kommunal og HK-stat í Danmörku.

Føroya Lærarafelag (Kennarafélag Færeyja) er með u.þ.b. 900 meðlimi og er félag menntaðra kennara.

Føroya Pædagogfelag (Leikskólakennara- og stuðningsfulltrúafélag Færeyja) er með u.þ.b. 2000 meðlimi. Félagarnir eru menntaðir leikskólakennarar, frístundakennarar og stuðningsfulltrúar.

Búskapar og løgfrøðingafelag Føroya  er aðallega félag hagfræðinga og lögfræðinga.

Akademikarafelag Føroya eru regnhlifasamtök fyrir Magistarafelagið (Félag magístera), Verkførðingafelagið (Verkfræðingafélagið), Byggifrøðingafelagið (Félag byggingafræðinga) og Arkitektafelagið (Arkitektafélagið)

Yrkisfelag Miðnám (stéttarfélag framhaldsskólakennara og verslunarskólakennara)

Tænastumannafelag landsins (Embættismannafélagið)

Føroya Handverkarafelag (Færeyska handverksmannafélagið) eru samtök handverksmannafélaga í færeyskum byggðum. Um þessar mundir eru sjö svæðisbundin félög tengd Føroya Handverkarafelagi.

Maskinmeistarafelagið er stéttarfélag vélstjóra og vélamanna og er með u.þ.b. 600 meðlimi. Félagið er með samninga við útgerðarfélögin og félög opinberra atvinnurekenda og atvinnurekenda á einkamarkaði, bæði á sjó og í landi.

Føroya Skipara- og Navigatørfelag er stéttarfélag skipstjóra og stýrimanna. Allir með með stýrimannsmenntun geta orðið meðlimir í félaginu. Aðrir félagar í þessu stéttarfélagi er lóðsar, stýrimannaskólakennarar, stýrimannaskólanemar, hafnarverðir, vitaverðir og aðstoðarvitaverðir.

Heilsuhjálparafelag Føroya er stéttarfélag sjúkraliða. 

Heilsurøktarafelagið  er stéttarfélag starfsfólks í félagsþjónustu og heilbrigðiskerfinu.

S&K-felagið er stéttarfélag starfsfólks í verslunum og á veitingastöðum.

SFS (Eik, Føroyskir Sparikassar og Elektron) er stéttarfélag bankastarfsmanna.

Felagið Føroyskir Sjúkrarøktarfrøðingar er stéttarfélag hjúkrunarfræðinga og er með u.þ.b. 900 meðlimi.

Yrkisfelagið Trygdin er stéttarfélag starfsmanna tryggingarfélaga, Tryggingarfelag Føroya og Føroya Lívstrygging.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna