Sjúkradagpeningar í Færeyjum

Færøske sygedagpenge
Hér má lesa um reglur um rétt til sjúkradagpeninga í Færeyjum.

Þú átt rétt á sjúkradagpeningum í Færeyjum ef þú ert á aldrinum 16–70 ára og ert óvinnufær vegna veikinda eða vinnumeiðsla. Þú átt einnig rétt á sjúkradagpeningum ef um alvarleg veikindi er að ræða hjá börnum þínum eða maka.

 

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eiga rétt á sjúkradagpeningum í Færeyjum?

Þú þarft að hafa fasta búsetu í Færeyjum og greiða skatta þar í landi. Engar reglur eru um hvað þú þurfir að hafa búið lengi í Færeyjum en viðmiðunarreglan er sú að þú hafir verið í vinnu síðustu 13 vikur áður en veikindafjarvera hófst og unnið a.m.k. 120 klukkustundir samanlagt.

Til að eiga rétt á greiðslu sjúkradagpeninga máttu ekki eiga rétt á launum eða öðrum greiðslum vegna veikindanna.

Ef þú ert atvinnulaus eru sjúkradagpeningarnir reiknaðir út frá upphæð atvinnuleysisbóta.

Sérreglur gilda um sjálfstætt starfandi. Ef þú ert sjálfstæður atvinnurekandi með fólk í vinnu áttu ekki rétt á sjúkradagpeningum samkvæmt almennum reglum heldur geturðu keypt þér sjúkratryggingu fyrir sjálfstæða atvinnurekendur.

Nánari upplýsingar um sjúkratryggingu fyrir sjálfstæða atvinnurekendur veita færeysk félagsmálayfirvöld, Almannaverkið.

 

Útreikningar

Upphæð sjúkradagpeninga eru reiknuð út frá meðaltekjum síðustu 5 vikur fyrir veikindafjarveru. 

Upphæð sjúkradagpeninga á viku er að finna á vef Almannaverksins.

 

Hvað áttu rétt á mörgum veikindadögum?

Þú getur fengið sjúkradagpeninga greidda í allt að 40 vikur á 12 mánaða tímabili. Ef um vinnumeiðsl er að ræða geturðu fengið sjúkradagpeninga í allt að 2 ár.

 

Hvernig sækirðu um sjúkradagpeninga í Færeyjum?

Almannaverkið hefur umsýslu með sjúkradagpeningum í Færeyjum. Þú þarft að senda umsókn um sjúkradagpeninga ásamt læknisvottorði til Almannaverksins. Umsóknareyðublað finnurðu á vefsíðunni av.fo.

 

Framfærslubætur vegna veikinda

Ef þú átt ekki rétt á sjúkradagpeningum vegna veikinda geturðu átt rétt á opinberum framfærslustyrk. Framfærslubætur eru greiddar ef þú getur ekki framfleytt þér og fjölskyldu þinni á annan hátt. 

Nánari upplýsingar um sjúkradagpeninga og framfærslubætur veitir Almannaverkið.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna