Að vinna erlendis en eiga heima í Færeyjum

Arbejde udenlands, men bosiddende på Færøerne
Hér er að finna lýsingu á því hvernig þú átt að snúa þér gagnvart félagslegum réttindum og skyldum ef þú starfar erlendis en átt heima í Færeyjum.

Ef þú ferð frá Færeyjum til annars norræns ríkis, utan ríkjasambandsins, til þess að vinna, án þess að flytja heimilisfang, er grundvallarreglan sú að þú greiðir til almannatrygginga í því landi sem þú starfar. En þú getur líka komist undan því að greiða þessi gjöld með því skilyrði að þú sért almannatryggð/ur í heimalandi þínu.

Ef þú óskar eftir því að vera undanþegin/n þessum gjöldum erlendis skaltu hafa samband við Almannaverkið og fá þar afhent eyðublað sem þú fyllir út og afhendir svo stofnuninni aftur. Almannaverkið sér einnig um að senda eyðublað sem heitir N 101 FO til þeirra yfirvalda sem við á erlendis. Þetta eyðublað er um leið staðfesting þess að færeysk löggjöf tryggi réttindi þín.

Þegar Almannaverkið fær svar við N 101 FO erindinu erlendis frá eru viðeigandi stofnanir í Færeyjum upplýstar þannig að þær geti innheimt lögbundin gjöld.

Færeyskur atvinnurekandi með verkefni erlendis sem unnin eru af starfsmönnum búsettum í Færeyjum þurfa á ganga frá þessum málum áður en haldið er utan.

Ef þú velur að vera almannatryggður í landinu sem þú starfar í færðu ákveðin réttindi en ef þú velur aftur á móti að sækja um undanþágu frá því að greiða til almannaþjónustu í starfslandinu ertu um leið að segja þig frá réttindunum sem hún veitir.

Ef þú skiptir um atvinnurekanda en starfar áfram erlendis og átt heima í Færeyjum áttu að hafa samband við Almannaverkið og sækja um að nýju ef þú vilt að um þig gildi færeysk lög.

Eyðublað vegna starfa erlendis er að finna á heimasíðu Almannaverksins.

Ef þú flytur lögheimili og heimilisfang til annars norræns ríkis um leið og þú ferð þangað til vinnu ertu skyldug/ur til þess að greiða til almannatrygginga í landinu sem þú flytur til.

Réttindin sem greint er frá hér að ofan eru í samræmi við Norðurlandasamninginn um almannatryggingar/reglugerð ESB 1408/71 og gildir um fólk á Norðurlöndum utan ríkjasambandsins Færeyjar, Danmörk og Grænland.

Vinna í Danmörku og búseta í Færeyjum

Ef þú starfar í Danmörku og er búsett/ur í Færeyjum er meginreglan áfram sú að þú greiðir í atvinnuleysistryggingasjóð (a-kasse) í því landi sem þú starfar. Í þessu tilviki þýðir það að þú borgar í danska atvinnuleysistryggingasjóðinn. Þetta á einnig við um Færeyinga sem sigla undir fánum DIS.

Verðir þú atvinnulaus verður þú samt að sækja um atvinnuleysisbætur í því landi sem þú ert búsett/ur í. Þú sem er búsett/ur í Færeyjum átt því að sækja um atvinnuleysisbætur til ALS. Í slíku tilviku þarftu að biðja danska atvinnuleysistryggingasjóðinn þinn um svokallað N/E 301 (PdU1) sem þú afhendir ALS í Færeyjum.

Vinna á Grænlandi og búseta í Færeyjum

Á Grænlandi eru engir atvinnuleysistryggingasjóðir.

Færeyngar sem starfa á Grænlandi og eru búsettir í Færeyjum eiga þess þó kost að stofna valkvæða atvinnuleysistryggingu. Réttur til greiðslna verður ekki til fyrr en ári eftir að valkvæða atvinnuleysistryggingin hefur verið stofnuð.

Spyrjist fyrir hjá ALS um inn- og útborganir og annað sem þið viljið vita.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna