Lok: Svona ferðu að því að skila lokaskýrslu um norrænt verkefni
Lokaskýrsla
Í lokaskýrslunni er byggt á fyrirsögnum og upplýsingum úr verkefnalýsingunni frá því sótt var um styrk. Hún á að innihalda samantekt á niðurstöðum verkefnisins ásamt hugsanlegum breytingum og niðurstöðum hvers meginmarkmiðs úr verkefnalýsingunni. Lokaskýrslunni er hlaðið upp í verkefnagáttina ásamt fjárhagslegu uppgjöri og hugsanlegum fylgiskjölum.
Skjal á skandinavísku:
Skjal á ensku:
Fjárhagslegt uppgjör
Í fjárhagsuppgjör er gengið út frá fjárhagsáætluninni sem send var inn við upphaf verkefnisins. Fjárhagsuppgjörið inniheldur fjóra flipa sem alla þarf að fylla út: reikningshald, athugasemdir um reikningshald, yfirlit yfir reikningshald og loks undirskriftir ábyrgðaraðila verkefnis og ábyrgðaraðila fjármála.
Allar upphæðir skulu gefnar upp í DKK. Hlaða skal upp útfylltu og undirrituðu fjárhagsuppgjöri í verkefnagáttina ásamt lokaskýrslunni.
Skjal á skandinavísku:
Skjal á ensku:
Leiðbeiningar um yfirferð endurskoðanda á notkun styrks
Ef um er að ræða fjármögnun upp á meira en 200 þúsund DKK skal lokauppgjörið endurskoðaða af löggiltum endurskoðanda. Þetta á ekki við um ríkisstofnanir sem þegar lúta endurskoðun norrænnar ríkisendurskoðunar. Nánari leiðbeiningar um þetta má finna í gögnunum hér fyrir neðan.
Skjal á skandinavísku:
Skjal á ensku:
Yfirlýsing endurskoðanda um endurskoðun á notkun styrks
Endurskoðandi skal fylla út og skrifa undir yfirlýsingu um fjárhagslegt uppgjör samkvæmt neðangreindu sniðmáti og fyrrnefndum leiðbeiningum. Yfirlýsingin skal fylgja fjárhagslega uppgjörinu eftir því sem við á.
Skjal á skandinavísku:
Skjal á ensku:
Skýrslugjöf í gegnum verkefnagáttina
Lokaskýrslunni er skilað í gegnum verkefnagáttina. Tengil, leiðarvísi fyrir framgang verkefnis og handbók um verkefnagáttina má nálgast hér: