Menntun, rannsóknir og stafræn þróun á Norðurlöndum

Mann som anvender VR-briller
Photographer
Manny Moreno, Unsplash
Norræna ráðherranefndin vinnur að góðu samstarfi um menntamál og rannsóknir á Norðurlöndum fyrir börn, ungt fólk og fullorðna, með hreyfanleika, gæði og pólitískar áherslur að leiðarljósi.

Menntunarstig

Menntunarstig Norðurlandabúa er meðal þess sem best gerist í heiminum. Algengt er að meta menntunarstig út frá hlutfalli íbúa á aldrinum 30-34 ára sem er með framhaldsmenntun sem efsta menntunarstig. Öll Norðurlönd eru fyrir ofan meðaltal ESB og Noregur er þar í efsta sæti.

Framhaldsmenntun. 2021. Hlutfall fólks á aldrinum 30-34 ára

Rannsóknir og þróun

Þekking byggð á vísindum skiptir sköpum fyrir sjálfbæra þróun á öllum sviðum samfélagsins, hún stuðlar að grænum umskiptum, þróun samkeppnishæfni og félagslega sjálfbærum samfélögum. Háþróað norrænt rannsóknarsamstarf eykur gæði rannsókna og áhrif þeirra. Í Svíþjóð er nú mestu fjármagni varið til rannsókna og þróunar á Norðurlöndum miðað við verga þjóðarframleiðslu.

Útgjöld til rannsókna og þróunar. 2020. Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu

Netaðgangur

Norðurlönd eru í fararbroddi á sviði stafrænnar væðingar og er netaðgangur á heimilum næstum 100 prósent í flestum landanna. 

Netaðgangur á heimilum. Hlutfall 

Frekari upplýsingar um menntun, rannsóknir og stafræna væðingu

Í Norræna tölfræðigagnagrunninum er að finna tölfræði um menntun, rannsóknir og stafræna væðingu.

Einnig má finna greiningar og úttektir hjá, Norræna rannsóknarráðinu,NordForsk.

Í State of the Nordic Region má finna greiningar, tölur og tölfræðigögn um samfélög Norðurlanda út frá norrænu sjónarhorni.

Frekari upplýsingar um menntun, rannsóknir og stafræna væðingu í norrænu samstarfi má finna hér