Námsefni um loftslag og umhverfismál

Krækjusafn á efni sem fjallar um loftslag og umhverfismál. Setjið upp leikrit í bekknum um leiðtogafundinn um loftslagsmál í Durban eða sýnið myndskeið um orku- og samgönguáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Drögum úr úrgangi: Hugmyndalisti fyrir náttúrufræði- og tæknikennslu

Vantar hugmyndir að áhugaverðum kennslustundum um efni sem skipta máli? Í þessum hugmyndalista er sjónum beint að því með hjálp fjögurra viðfangsefna hvernig hægt er að auka meðvitund um að draga úr úrgangi og bent á almennar aðgerðir. Til viðbótar við hugmyndalistann er nemendahefti.

Tímaritið Barentswatch um vistgerðir á Barentssvæðinu

Tímaritið Barentswatch fjallar um náttúruna á Barentssvæðinu og kemur út á norsku, ensku og rússnesku. Hægt er að hlaða niður PDF-útgáfu af tímaritinu. Tímarit ársins 2010 er miðað við að hægt sé að nota það við kennslu.

Norræna loftslagsáskorunin

Norræna loftslagsáskorunin  er tilboð til skóla á Norðurlöndum um samstarf, sameiginlega fagþekkingu og menntun um og með stefnu á grænni framtíð saman. Tilboðið byggir á námsskrám Norðurlanda og er sveigjanlegt og breytilegt og notast er við stafrænt námsefni. 

Hnattvæðingarverkefni um orku og samgöngur

Þessi mynd lýsir í stuttu máli orku- og samgönguáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og er sett fram á aðgengilegan hátt fyrir nemendur.

Kennaraleiðbeiningar fyrir námsefnið „Finn farorna i Hannas hus“

Finn farorna i Hannas hus (Finnið hætturnar í húsi Hönnu) er einfalt vefnámsefni á sænsku fyrir nemendur í 2. til 6. bekk grunnskóla. Uppbygging námsefnisins er einföld og hægt er að byrja að nota það strax. Markmið námsefnisins er að auka vitund nemenda um hættuleg efnasambönd og hvernig hægt sé að meðhöndla þau á öruggan hátt. Í „Finn farorna i Hannas hus“ kynnast nemendur þeim níu hættumerkjum sem notuð eru til að varnaðarmerkja efnavöru.

Ábendingar um norrænt námsefni

[Við þiggjum allar ábendingar um námsefni um Norðurlönd á webredaktionen@norden.org.]