Sextíu norrænir viðburðir á lýðræðishátíðum í átta löndum

26.09.23 | Fréttir
Folkemøde 2023
Photographer
Andreas Omvik
Norrænt samstarf hefur beint sjónum að Framtíðarsýn okkar fyrir 2030 á lýðræðishátíðunum sem fram fóru á þessu ári þar sem nærri hálf milljón borgara hittu ráðamenn til að ræða stjórnmál.

Síðustu mánuði hefur norræna samstarfið verið með kynningarbása á lýðræðishátíðum í fimm norrænum löndum og þremur Eystrasaltslöndum, og staðið að viðburðum sem fjölluðu um Framtíðarsýn okkar fyrir 2030. Kynntar voru nýjustu skýrslur, niðurstöður verkefna og norræn stefnumótun um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær málefni. Ráðherrar, þingmenn og annað málsmetandi fólk á Norðurlöndum hefur rætt áskoranir og lausnir við fulltrúa stofnana, fyrirtækja, samherja og andstæðinga og þau sem þetta hverfist allt um – almenna borgara.

Mikilvægir og nauðsynlegir vettvangar

Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar tók sjálf þátt í nokkrum lýðræðishátíðum í Eystrasaltsríkjunum og á Norðurlöndunum. Hún dregur reynslu sína saman:


„Allar þessar glæsilegu lýðræðishátíðir sem eiga sér stað yfir sumarmánuðina eru mikilvægur og nauðsynlegur vettvangur þar sem rætt er af virðingu um mikilvæg málefni sem eru efst á baugi. Norræna ráðherranefndin og samnorrænar stofnanir skapa rammana um þessi samtöl. Ég þakka fyrir góðar og fróðlegar umræður,“ segir Karen Ellemann.