Námsefni um norræna menningu og bókmenntir

Menningin lifir og dafnar á Norðurlöndum. Hér að neðan eru krækjur meðal annars á sýnisbók um norrænar kvennabókmenntir, norrænar barnabækur og tónlist á norrænu tungumálunum.

Norræna bókmenntir

í bókinni er yfirlit yfir fjölmargar tegundir bókmennta: ljóð, skáldsögur, smásögur, ferðabækur, goðsagnir, þjóðsögur og ævintýri, spakmæli og leikritun. Allir textar eru á frummálinu og með nútíma stafsetningu. Finnskir, samískir, færeyskir, íslenskir og grænlenskir textar eru einnig þýddir á eitt af skandinavísku tungumálunum. Til að auðvelda lesturinn fylgja danskar, sænskar og norskar glósur með bókinni í litlum heftum.

Norræn kvennabókmenntasaga

Bókmenntasagan er í fimm bindum. Frá mars 2012 hefur einnig verið til rafræn útgáfa af Norrænu kvennabókmenntasögunni. Á vefsíðunni eru ævisögur og greinar um 800 kvenhöfunda á sænsku, dönsku og ensku.

Icelandic Cinema Online

Á vefnum Icelandic Cinema Online er hægt að horfa á íslenskar kvikmyndir. Um er að ræða fræðslumyndir, kvikmyndir í fullri lengd, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd o.fl. Sumt af efninu er ókeypis og annað er selt ódýrt.

Atlantbib.org

Atlantbib.org er skólaverkefni með þátttakendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum. Verkefnið hefur fengið fjárhagsstuðning frá tungumálaáætlun Nordplus 2015. Bækurnar eru aðgengilegar á vefnum og eru gerðar í samstarfi kennara og nemenda í skólunum sem taka þátt í verkefninu. Bækurnar eru fræðirit og áhersla er lögð á að fjalla um það sem er líkt og ólíkt milli norrænu landanna. Nemendurnir eiga að rannsaka, skrifa, þýða og lesa upptökur af bókunum áður en þær eru birtar.

Ábendingar um norrænt námsefni

Við þiggjum allar ábendingar um námsefni um Norðurlönd á [webredaktionen@norden.org.]