Námsefni um sögu Norðurlanda

Viltu vita meira um sögu norrænna tungumála? Eða leita upplýsinga um sögufræga norræna persónu? Hér er að finna upplýsingaefni um sögu Norðurlanda.

Saga Norðurlanda frá fornöld til nútímans

Nordens historia från forntid till nutid (Saga Norðurlanda frá fornöld til nútímans) er bók sem - Norræna félagið í Finnlandi gaf út árið 1998. Bókina má hlaða niður á PDF-formi (á sænsku) og hún er ókeypis.

Ferðalag án landamæra

Den grænseløse rejse (Ferðalag án landamæra) er námsefni um persónuleg og landfræðileg landamæri í samtímanum og á 18. öld. Hvað átti almenningur á 18. öld sameiginlegt með nútímafólki? Námsefnið byggir á efni á spjöldum sem skipt er í sex efnisflokka og fylgja hverjum þeirra verkefni, viðbótartextar og myndefni. Kennsluleiðbeiningar fylgja einnig þessu námsefni. Námsefnið varð til í samstarfi þriggja safna í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Norræn tungumál með rótum og fótum

Norræn tungumál með rótum og fótum er fagleg og lifandi kynning á norrænum tungumálum í sögulegu samhengi. Efnið er til á skandínavísku tungumálunum, íslensku og færeysku. Í bókinni er sagt frá uppbyggingu tungumálanna, sögulegri þróun og innbyrðis tengslum. Í tengslum við bókina er umfangsmikið námsefni, sem samanstendur af kortum, aðgengilegum textum um málsögu og efni henni tengdri.

Kynning á tungumálum heimsins

Alexander Arguelles er málvísindamaður sem þekktur er fyrir að vera jafnvígur á mörg tungumál. Hann hefur framleitt kennslumyndbönd þar sem hann útskýrir uppbyggingu tungumáls og hvernig það aðskilur sig frá nærliggjandi tungumálum. Af norrænu tungumálunum hefur hann fjallað um íslensku, færeysku, dönsku, sænsku, bókmál og ný norsku.

Sögufrægir einstaklingar

Skrá yfir sögufræga einstaklinga á Norðurlöndum með áherslu á Svíþjóð og sænska kónga og drottningar. Skráin tekur til tímabilsins frá 10. öld til nútímans og í henni eru 3740 einstaklingar.

Ábendingar um norrænt námsefni

Við þiggjum með þökkum ábendingar um námsefni um Norðurlönd á [webredaktionen@norden.org.]