Atvinnuvegaráðherrar undirbúa uppbyggingarstefnu eftir kórónukreppu

14.04.20 | Fréttir
unga äter glass i Nyhavn
Ljósmyndari
Yadid Levy/norden.org
Norrænu atvinnumálaráðherrarnir eru að undirbúa norræna stefnu til þess að rétta hratt úr efnahagnum að kórónukreppunni lokinni. Þetta kom fram á sérstökum ráðherrafundi sem haldinn var á Skype föstudaginn fyrir páska.

Ferðaþjónustan er í vanda, hluti af iðnaðinum hefur lamast, atvinnuleysi eykst og frjáls för er verulega takmörkuð. Allt eru þetta fylgifiskar kórónuveirufaraldursins.

Í öllum norrænu ríkjunum hafa ríkisstjórnir lagt á methraða fram efnahagslega aðgerðapakka til þess að styðja við heimilinn og koma til móts við margs konar fyrirtæki.

Nýr kraftur fyrir norræn fyrirtæki

En þegar bráðavandinn er um garð gengir skiptir máli að vera tilbúin með stefnu til þess að veita auknum krafti í verslun, iðnað, ferðaþjónustu, þjónustugeirann og fyrirtæki sem leggja áherslu á nýsköpun á Norðurlöndum.

Það er mat norrænu atvinnumálaráðherranna sem hittust strax fyrir páska til þess að ræða möguleikana á að eiga samleið í uppbyggingarstarfinu.

Litið á Norðurlönd sem einn markað

„Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrir norrænu ríkin að nýta máttinn sem felst í samheldni og sameiginlega krafta sína. Við vitum að þeir markaðir sem við sækjum mest á líta á Norðurlöndin sem eitt svæði. Það skiptir miklu að vera tilbúin til að bregðast fljótt við þegar staðan batnar eftir COVID-19,“ Segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem átti frumkvæði að fundinum.

Áhersla á sjálfbærni og samþættingu

Atvinnumálaráðherrarnir voru sammála um að koma á fót norrænum vinnuhópi. Hópurinn mun gera áætlun vegna þeirra sviða þar sem norrænu ríkin geta unnið saman að endurræsingu efnahagskerfisins eftir kórónukreppuna. 

„Heimurinn eins og við þekkjum hann hefur hugsanlega tekið varanlegum breytingum. En Norðurlöndin geta tekið að sér forystuhlutverk í aðlögun að þessum nýja veruleika á grundvelli sameiginlegra norrænna gilda og bjargfastrar áherslu á sjálfbærni og samþættingu,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna eftir fundinn.

Tengiliður