Deildu bestu norrænu sögunni þinni með umheiminum
Norræna ráðherranefndin auglýsir nú aftur eftir umsóknum um styrki til verkefna og samstarfs með það að markmiði að styrkja norræna ímynd á heimsvísu og hefja ný samtöl sem byggja á sameignilegum norrænum gildum. Við lýsum eftir nýjum skapandi verkefnum sem eru vænleg til þess að hrinda stefnunni um alþjóðlega ímynd og mörkun á stöðu Norðurlandanna í framkvæmd. Að þessu sinni eru 2,5 milljónir danskra króna til úthlutunar.
Nýr stafrænn vettvangur
Þetta er í fjórða sinn sem auglýst er eftir umsóknum um styrki til þess að kynna Norðurlöndin og áhuginn á norrænni samvinnu eykst hratt og örugglega. Í þetta sinn hefur bæst við alveg ný vefsíða sem bæði hefur það hlutverk að vera samskiptavettvangur fyrir verkefnin og verkfærakassi.
„Auglýsingar eftir umsóknum um styrki til norrænna verkefna hafa sýnt sig að vera stórkostlegt framlag til hins frumlega og víða norræna samstarfs sem beinir kastljósinu að sameiginlegum norrænum gildum og hugmyndum.Verkfærakassinn er fullur af myndum, myndskeiðum, staðreyndum, frásögnum og öðru efni sem er aðgengilegt við vinnu kynningarverkefnanna þannig að þau verði framlag til sameiginlegrar sögu um Norðurlöndin og myndi samlegðaráhrif milli verkefnanna. Tobias Grut, markaðsstjóri kynningarverkefnisins segir:
„Auglýsingar eftir umsóknum um styrki til norrænna verkefna hafa sýnt sig að vera stórkostlegt framlag til hins frumlega og víða norræna samstarfs sem beinir kastljósinu að sameiginlegum norrænum gildum og hugmyndum. Við höfum ótrúlega miklar væntingar til umsækjenda að þessu sinni og hlökkum til þess að láta koma okkur á óvart af nýjum samstarfsaðilum með áhugaverðar hugmyndir um það hvernig við getum kynnt Norðurlöndin úti í hinum stóra heimi.
Tvær leiðir til þess að sækja um styrk
Í Kynningarverkefninu eru styrkumsóknir sem sýna sterka norræna frásögn og eru líklegar er til þess að breyta einhverju og vekja eftirtekt, látnar ganga fyrir. Hægt er að sækja um styrk til tvenns konar verkefna:
- Styðjandi samstarf: Verkefni sem setja ný viðmið ásamt því að kynna Norðurlönd og sameiginleg gildi okkar. Hámarksstyrkupphæð 250.000 danskar krónur
- Skapandi hæfileikafólk: Verkefni sem breyta hugmyndum um hvernig hægt er að kynna Norðurlönd. Miklar kröfur um að verkefnið sé frumlegt og að sjónum sé beint að óvæntu fólki og hugmyndum. Hámarksstyrkupphæð 50.000 danskar krónur
Skilyrði sem umsóknir verða að uppfylla:
- Áhersla á norræn gildi og stefnumótandi áherslusvið
- Sterk norræn frásögn
- Þverfaglegt samstarf/þema
- Önnur fjármögnun (á ekki við um Skapandi hæfileikafólk)
- Staðfestir samstarfsaðilar (á ekki við um Skapandi hæfileikafólk)
- Að minnsta kosti þrír aðilar frá tveimur norrænum ríkjum að lágmarki (á ekki við um Skapandi hæfileikafólk)
Síðasti frestur til að sækja um styrk er til 30. apríl 2018.
SÆKJA UM (www.projects.thenordics.com)
Fylgist með The Nordics á: