Flemming Møller Mortensen er nýr norrænn samstarfsráðherra Danmerkur

19.11.20 | Fréttir
Flemming Møller Mortensen, ny nordisk samarbetsminister 2020.

Flemming Møller Mortensen, ny nordisk samarbetsminister 2020

Ljósmyndari
Rizau Scanpix
Flemming Møller Mortensen, þingmaður danska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr norrænn samstarfsráðherra í Danmörku. Hann var skipaður í ráðherrastöðuna 19. nóvember í tengslum við ráðherraskipti í ríkisstjórn Danmerkur.

Flemming Møller Mortensen tekur við af Mogens Jensen, sem hefur verið norrænn samstarfsráðherra frá þingkosningunum árið 2019. Jensen sagði af sér þann 18. nóvember í kjölfar átaka um ákvörðun um aflífun minka í Danmörku.

Møller Mortensen, sem er 57 ára, var fyrst kjörinn á Þjóðþingið er hann bauð sig fram í stórumdæmi Norður-Jótlands árið 2007. Hann hefur verið þingsflokksformaður Jafnaðarmanna frá kosningunum árið 2019. Hann er menntaður sem hjúkrunarfræðingur.

Auk þess að gegna embætti norræns samstarfsráðherra er Møller Mortensen einnig ráðherra þróunarsamstarfs.

Fyrsta verkefni Møller Mortensens á vettvangi Norðurlanda verður strax á mánudaginn þegar fundur norrænu samstarfsráðherranna verður haldinn. Danmörk er formennskuland Norrænu ráðherranefndarinnar í ár og því verður Møller Mortensen fundarstjóri.