Inge Lorange Backer prófessor gerir úttekt á löggjafarsamstarfi Norðurlanda

28.03.17 | Fréttir
Professor Inge Lorange Backer og Nordisk ministerråds generalsekretær Dagfinn Høybråten
„Norrænt löggjafarsamstarf byggir á gamalli hefð en eðli þess hefur breyst vegna skuldbindinga landanna gagnvart löggjöf ESB. Gagnlegt verður að fara yfir tækifæri og skipulag löggjafarsamstarfs landanna til framtíðar þar sem Norðurlönd stefna að því að verða samþættasta svæði í heimi,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Inge Lorange Backer prófessor segir úttekt á löggjafarsamstarfinu vera áhugavert verkefni nú þegar miklar breytingar eiga sér stað í Evrópu. Inge Lorange Backer sat í embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um löggjafarsamstarf á árunum 1995–2008. Hann hefur áralanga reynslu úr ráðuneytinu og Óslóarháskóla.

„Breytt Evrópu getur þýtt ný sóknarfæri fyrir norrænt samstarf. Norræna samfélagslíkanið vekur alþjóðlega athygli og löggjöfin er samþættur hluti þess. Löggjöfin er skýr og stendur vörð um hagsmuni borgaranna, einnig utan Norðurlanda,“ segir Inge Lorange Bacler.

Skýrslan er væntanleg í byrjun árs 2018.

Mikil hreyfing er á milli landanna og Inge Lorange Backer hefur áhuga á að kanna hvort löggjafarsamstarfið geti átt þátt í að rífa niður stjórnsýsluhindranir sem þvælast fyrir einstaklingum sem búa, starfa eða stunda nám yfir landamæri Norðurlanda.

Skýrslan verður væntanlega birt 20. janúar 2018. Frumkvæðið að verkinu áttu norrænu samstarfsráðherrarnir ásamt Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.