Nú er hægt að nálgast upplýsingar um kórónaveiruna á Norðurlöndum á einum stað

17.03.20 | Fréttir
Nordiska flaggor
Photographer
Magnus Fröderberg/Norden.org
Viltu vita hvað norrænu ríkin eru að gera í baráttunni við kórónaveiruna og hvaða reglur og tilmæli gilda í hverju landi? Nú er hægt að nálgast þær upplýsingar á einum stað. Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Info Norden, hefur tekið saman síðu með tenglum á uppfærðar upplýsingar um stöðuna á öllum Norðurlöndum.

Norrænu löndin hafa farið ólíkar leiðir í viðleitni sinni til að hægja á dreifingu veirunnar. Því getur verið erfitt fyrir Norðurlandabúa að finna upplýsingar um hvað við á, t.d. ef til stendur að ferðast á milli tveggja norrænna landa.

Þess vegna hefur Info Norden tekið saman nokkra mikilvæga hlekki til norrænna yfirvalda sem veita upplýsingar um kórónaveiruna. Á síðunni má finna uppfærðar upplýsingar um þær reglur sem gilda í hverju landi.

Þar sem staðan getur breyst hratt uppfærum við upplýsingasíðuna stöðugt.

Ef frekari spurningar vakna geturðu haft samband við Info Norden hér: