Verðlaunahafi 2009

Verðlaunin eru að þessu sinni veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur skapað gott fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og auka skilning á þýðingu náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði.
Rökstuðningur dómnefndar:
Aðferðir verkefnisins I Ur og Skur hvetja til útivistar og eru frábært dæmi um verkefni sem stuðlar að velferð barna og eykur skilning þeirra á náttúrunni á tímum, þar sem flestar eru í rauntíma „on-line“ í gegnum netið. Verkefnið er að mestu leiti rekið utanhúss og er nálægð barnanna og stofnana við náttúrna höfð að leiðarljósi.
Verkefnið I Ur og Skur er frábær fyrirmynd að því að skapa upplifanir í náttúrunni og stuðla þannig að aukinni velferð barna. Verkefnið er jafnframt fyrirmynd sem nýta má í sambærilegum verkefnum, hvar sem er á Norðurlöndum.
Markmið verkefnisins I Ur og Skur er að efla þroska barna með því að tengja saman nám og upplifun þeirra og ferðir út í náttúruna. Börnunum gefst kostur á að þroska skilningarvitin með því að þefa, hlusta og horfa á náttúruna. Allt þetta stuðlar að því að börnin öðlast betri skilning á náttúrunni og umhverfi sínu. Kannanir sýna ennfremur að börn sem taka þátt í verkefninu I Ur og Skur, eru heilbrigðari en nemendur í hefðbundunum skólum.
I Ur og Skur er verkefni sem sænska ríkisstofnunin Útivist setti á fót árið 1985. Það nær nú til um 200 skóla, sem flestir eru á leikskólastigi. Alls taka um 30.000 börn og fullorðnir þátt í verkefninu.
Alls voru 63 tilnefndir til verðlaunanna s.l. vor og af þeim voru níu valdir til að halda áfram í seinni umferð
Norrænu Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru ein af fernum verðlaunum Norðurlandaráðs, önnur verðlaun eru veitt fyrir bókmenntir, kvikmyndir og tónlist. Íslenska fyrirtækið Marorka hlaut umhverfisverðlaunin í fyrra.
Markmiðið með umhverfisverðlaununum, sem veitt voru í fyrsta sinn árið 1995, er að efla áhuga á náttúru- og umhverfisstarfi á Norðurlöndum. Umhverfisverðlaunin og önnur norræn verðlaun verða afhent við sérstaka athöfn á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið verður í Stokkhólmi í lok október.