Arendalsvikan 2021: Fjórar hættur á norrænum vinnumarkaði
Upplýsingar
Nordens Telt
Langbrygga
4841 Arendal
Noregur
Hvaða áskoranir þarf að takast á við á vinnumarkaði framtíðar? Við vitum talsvert mikið um áhættuþættina.
Þess vegna bjóðum við aðilum vinnumarkaðarins og stjórnmálafólki að svara því hvernig þau vilja þróa norræna vinnumarkaðslíkanið og styrkja það.
Sérfræðingarnir í Future of Work-verkefninu hjá Fafo sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni hafa rannsakað framtíð vinnumarkaðar á Norðurlöndum í fjögur ár. Hversu traust er norræna vinnumarkaðslíkanið? Munum við geta skapað nægilega mörg störf í framtíðinni og hvernig eigum við að tryggja að við séum með rétta hæfni til þess að takast á við þessi störf? Og hvernig tökum við á vaxandi mun milli fólks með há laun og lág laun?
Heimsfaraldurinn hefur fjölgað áskorunum og hraðað stafrænni þróun starfa og ýtt undir breytingar á starfsháttum. Hverjar verða afleiðingarnar af því?
Sérfræðingarnir hafa skilgreint fjórar helstu áskoranir í norrænu atvinnulífi til framtíðar:
- Hætta á skorti á vinnuafli
- Hætta á skorti á störfum
- Hætta á þekkingargjá og að miklar kröfur verði gerðar til þeirra sem sækja um störf
- Hætta á ójöfnuði og félagslegri einangrun
Nú látum við aðila vinnumarkaðarins og stjórnmálafólkið svara því hvernig eigi að leysa þetta.
Þátttakendur
Kynning
- Kristin Alsos, rannsóknarstjóri Fafo
Umræður
- LO (norska alþýðusambandið)
- NHO (samtök atvinnurekenda í Noregi)
- Torbjørn Røe Isaksen, vinnumálaráðherra, H
- Dag Terje Andersen, Ap
Fundarstjóri: Anne Mette Ødegaard, Fafo