Arendalsvikan 2021: Fjórar hættur á norrænum vinnumarkaði

18.08.21 | Viðburður
Work environment
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Kórónuveirukreppan hefur staðfest hina velþekktu eiginleika norræna líkansins að vera hæft til að takast á við breytingar. Aðilar hafa unnið saman og bjargað störfum, tekjum og þjóðarframleiðslu. Samt sem áður vara norrænir vinnumarkaðsfræðingar við því að þeim Norðurlandabúum fjölgi sem lenda utan vinnumarkaðar til langframa.

Upplýsingar

Dagsetning
18.08.2021
Tími
12:00 - 13:00
Staðsetning

Nordens Telt
Langbrygga
4841 Arendal
Noregur

Gerð
Viðburður

Hvaða áskoranir þarf að takast á við á vinnumarkaði framtíðar? Við vitum talsvert mikið um áhættuþættina.

Þess vegna bjóðum við aðilum vinnumarkaðarins og stjórnmálafólki að svara því hvernig þau vilja þróa norræna vinnumarkaðslíkanið og styrkja það.

Sérfræðingarnir í Future of Work-verkefninu hjá Fafo sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni hafa rannsakað framtíð vinnumarkaðar á Norðurlöndum í fjögur ár. Hversu traust er norræna vinnumarkaðslíkanið? Munum við geta skapað nægilega mörg störf í framtíðinni og hvernig eigum við að tryggja að við séum með rétta hæfni til þess að takast á við þessi störf? Og hvernig tökum við á vaxandi mun milli fólks með há laun og lág laun?

Heimsfaraldurinn hefur fjölgað áskorunum og hraðað stafrænni þróun starfa og ýtt undir breytingar á starfsháttum. Hverjar verða afleiðingarnar af því?

Sérfræðingarnir hafa skilgreint fjórar helstu áskoranir í norrænu atvinnulífi til framtíðar:

  • Hætta á skorti á vinnuafli
  • Hætta á skorti á störfum
  • Hætta á þekkingargjá og að miklar kröfur verði gerðar til þeirra sem sækja um störf
  • Hætta á ójöfnuði og félagslegri einangrun

Nú látum við aðila vinnumarkaðarins og stjórnmálafólkið svara því hvernig eigi að leysa þetta.

Þátttakendur

Kynning

  • Kristin Alsos, rannsóknarstjóri Fafo

Umræður

  • LO (norska alþýðusambandið)
  • NHO (samtök atvinnurekenda í Noregi)
  • Torbjørn Røe Isaksen, vinnumálaráðherra, H 
  • Dag Terje Andersen, Ap

 
Fundarstjóri: Anne Mette Ødegaard, Fafo