Arendalsvikan 2021: Sameiginlegt norrænt viðbúnaðarsamstarf: Eru Norðurlönd búin undir næsta heimsfaraldur?

18.08.21 | Viðburður
Forskning
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Þegar kórónuveirufaraldurinn hitti heimsbyggðina voru hvorki Noregur, Norðurlönd né heimurinn undir það búin. Á Norðurlöndum var engin bóluefnaframleiðsla. Panta þurfti grímur og andlitsskildi frá Kína. Á norsku sjúkrahúsi komst starfsfólkið að því að smitvarnirnar sem keyptar höfðu verið voru falsaðar. Ítalía sendi neyðarpakka með búnaði til norskra sjúkrahúsa. Á sama tíma keypti Danmörk bóluefni í samstarfi við Ísrael langt utan norrænna landamæra. Hvernig hefur norrænt samstarf í heilbrigðismálum verið á tímum heimsfaraldursins? Hvað gerist næst þegar Norðurlönd þurfa að takast á við kreppu?

Upplýsingar

Dates
18.08.2021
Time
15:00 - 16:00
Location

Nordens Telt
Langbrygga
4841 Arendal
Noregur

Type
Viðburður

Norræna ráðherranefndin vill auka norrænt viðbúnaðarsamstarf. En hvað á samstarf á sviði heilbrigðismála að fela í sér? 

Og vilja Noregur og Norðurlönd raunverulega standa saman þegar tekist verður á við næstu heilsufarskreppu? Við spyrjum pallborðið að þessu?

Með:

  • Ingvild Kjerkol, talsmanni heilbrigðismála í norska verkamannaflokknum
  • Norska hægriflokknum
  • Norska hjúkrunarfræðingafélaginu
  • Jan-Erik Enestam, fyrrum varnarmálaráðherra Finnlands. Stýrir vinnu við stefnumótandi rannsókn á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem dregið verður fram hvað Norðurlöndin geta gert til að vinna saman þegar næsta kreppa skellur á.

Ruth Astrid Sæter stýrir umræðunum.

Þátttakendur

  • Ingvild Kjerkol, þingmaður og talsmaður heilbrigðismála í norska verkamannaflokknum
  • Norski hægriflokkurinn
  • Norska hjúkrunarfræðingafélagið
  • Jan Erik Enestam, fyrrum framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, ráðherra. Mun gera rannsókn á norrænu viðbúnaðarstarfi fyrir Norrænu ráðherranefndina.

Fundarstjóri: Ruth Astrid Sæter