Arendalsvikan 2021

Arendalsuka
Photographer
Photo: Hanna Arrestad, Arendalsuka
Lýðræðishátíðin í Arendal verður í ár á ný hinn mikli samkomustaður fólks sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélagsmálum. Norræna ráðherranefndin er tilbúin að ræða norrænar áskoranir og lausnir á því hvernig skapa megi sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Velkomin í Norræna tjaldið á Langbrygga í Arendal! Eða fylgist með viðburðunum í beinni útsendingu þar sem þið eruð á Norðurlöndunum.

Viruset stengte grensene. Hvor går Norden nå?

Start 17. august kl. 10.00:

Ett år hjemme. Barn og unges psykiske helse under og etter pandemien

Start 18. august kl. 10.00:

Fire risikoer for det nordiske arbeidsmarkedet

Start 18. august kl. 12.00:

Felles nordisk kriseberedskap: Er Norden klar for neste pandemi?

Start 18. august kl. 15.00:

Kolliderer nordisk studentmobilitet i stengte grenser?

Start 19. august kl. 10.00:

Við munum snerta á ýmsum málefnum sem skipta íbúa Norðurlanda máli á fimm umræðufundum.

Að sjálfsögðu verður heimsfaraldurinn sem hefur búið til landamæri á Norðurlöndum ræddur. Því hvað varð um landamæralaus Norðurlönd þegar heimsfaraldurinn reið yfir? Verðum við áfram samþættasta svæði heims eftir að hafa sagt „nei“ við norræna nágranna okkar í eitt og hálft ár? Fulltrúar atvinnulífsins og stjórnmálafólk svarar þessum spurningum.

Og talandi um hreyfanleika, hvað varð um námsfólkið þegar kreppan skall á? Því líður eins og það hafa gleymst. Info Norden og Norðurlönd í brennidepli kanna upplifun fólks sem stundar nám erlendis á Norðurlöndum þegar landamærum var lokað.

Á fimmtudeginum verður rætt um heilbrigðisviðbúnað framtíðarinnar á Norðurlöndum. Hingað koma meðal annars Ingvild Kjerkol, talsmaður um heilbrigðismál í verkamannaflokknum til að ræða um hvernig viðbúnaðurinn á að vera. Jan Erik Enestam, fyrrum varnarmálaráðherra Finnlands og framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, ætlar að miðla því sem hann hefur komist að um viðbúnað framtíðarinnar á Norðurlöndum.

Hvernig líta atvinnumál þín út á Norðurlöndum? Við ætlum líka að ræða um það. Torbjørn Røe Isaksen (H), vinnumálaráðherra Noregs ætlar að ræða pólitískar lausnir á atvinnumálum framtíðar við Dag Terje Andersen frá norska verkamannamannaflokknum og aðila vinnumarkaðarins.

Auk umræðna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sjálfrar standa Norræn nýsköpun, Nordforsk og Norrænar orkurannsóknir fyrir pallborðsumræðum í Norræna tjaldinu. Þar að auki kemur Nofima og ræðir um þróun í matvælamálum til framtíðar og UiO: Norden að ræða um jafnrétti sem norrænt vörumerki.

Umræðufundir okkar á Arendalsvikunni 2021

17. ágúst, kl. 10.00 Veiran lokaði landamærunum. Verða Norðurlöndin áfram samþættasta svæði heims?

Árið 2019 samþykktu norrænu forsætisráðherrarnir að Norðurlöndin skyldu verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Finnland ásamt Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi voru sammála um þetta markmið.

Svo kom árið 2020 og öllu var lokað í löndunum. Heimsfaraldurinn sem virti engin landamæri og sá aðeins tækifæri, hitti höfuðborg eftir höfuðborg og land eftir land.

Hvernig er hægt að snúa aftur aftur úr slíkum aðstæðum? Eiga Norðurlöndin að vera sameiginlegt svæði áfram, hvar er samstarfið nú? Er kórónuveirufaraldurinn aðeins lítil hindrun fyrir samstarfið eða varð sjúkdómurinn meiriháttar vegtálmi fyrir samþættasta svæði heims. 

Við spyrjum þau sem alltaf starfa þvert á landamæri - hvernig sjá þau norrænt samstarf fyrir sér til framtíðar?

18. ágúst, kl. 10.00 Eitt ár heima. Andleg heilsa barna og ungmenna í og í kjölfar heimsfaraldurs

Hver hafa áhrif heimsfaraldursins verið á andlega heilsu barna og ungmenna? Kemur einmana kynslóð út úr þessu ástandi? Eða hefur unga fólkinu bara leiðst? 

Hver hafa áhrif heimsfaraldursins verið á andlega heilsu barna og ungmenna? Kemur einmana kynslóð út úr þessu ástandi? Eða hefur unga fólkinu bara leiðst?  

Markmið ráðafólks á Norðurlöndum hefur verið að standa vörð um börn og ungmenni í heimsfaraldrinum. Útfærslan hefur verið mismunandi eftir löndum: Heimakennsla var ráðandi í Danmörku í heilt ár meðan skólar í Svíþjóð voru opnir allan tímann. Í Noregi var farinn millivegur. Æfinga- og samkomubann hefur einnig haft áhrif á frítímann. Við fáum að heyra hvernig norræn stjórnmál munu leitast við að ná til þeirra sem þurfa sérstakan stuðning. 

Og við fáum að heyra frá þeim sem málið snýst um. Hvernig hefur eiginlega verið að vera ung á tímum heimsfaraldurs? Unga fólkið svarar sjálft þeirri spurningu.

18. ágúst, kl. 12.00 Fjórar hættur á norrænum vinnumarkaði

Kórónuveirukreppan hefur staðfest hina velþekktu eiginleika norræna líkansins að vera hæft til að takast á við breytingar. Aðilar hafa unnið saman og bjargað störfum, tekjum og þjóðarframleiðslu. Samt sem áður vara norrænir vinnumarkaðsfræðingar við því að þeim Norðurlandabúum fjölgi sem lenda utan vinnumarkaðar til langframa. 

Hvaða áskoranir þarf að takast á við á vinnumarkaði framtíðar? Við vitum talsvert mikið um áhættuþættina.

Þess vegna bjóðum við aðilum vinnumarkaðarins og stjórnmálafólki að svara því hvernig þau vilja þróa norræna vinnumarkaðslíkanið og styrkja það.

Sérfræðingarnir í Future of Work-verkefninu hjá Fafo sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni hafa rannsakað framtíð vinnumarkaðar á Norðurlöndum í fjögur ár. Hversu traust er norræna vinnumarkaðslíkanið? Munum við geta skapað nægilega mörg störf í framtíðinni og hvernig eigum við að tryggja að við séum með rétta hæfni til þess að takast á við þessi störf? Og hvernig tökum við á vaxandi mun milli fólks með há laun og lág laun?

Heimsfaraldurinn hefur fjölgað áskorunum og hraðað stafrænni þróun starfa og ýtt undir breytingar á starfsháttum. Hverjar verða afleiðingarnar af því?

18. ágúst, kl. 15.00: Sameiginlegt norrænt viðbúnaðarsamstarf: Eru Norðurlönd búin undir næsta heimsfaraldur?

Þegar kórónuveirufaraldurinn hitti heimsbyggðina voru hvorki Noregur, Norðurlönd né heimurinn undir það búin. Á Norðurlöndum var engin bóluefnaframleiðsla. Panta þurfti grímur og andlitsskildi frá Kína. Á norsku sjúkrahúsi komst starfsfólkið að því að smitvarnirnar sem keyptar höfðu verið voru falsaðar. Ítalía sendi neyðarpakka með búnaði til norskra sjúkrahúsa. Á sama tíma keypti Danmörk bóluefni í samstarfi við Ísrael langt utan norrænna landamæra. Hvernig hefur norrænt samstarf í heilbrigðismálum verið á tímum heimsfaraldursins? Hvað gerist næst þegar Norðurlönd þurfa að takast á við kreppu? 

Norræna ráðherranefndin vill auka norrænt viðbúnaðarsamstarf. En hvernig á samstarfið á sviði heilbrigðismála að að vera? 

Og vilja Noregur og Norðurlönd raunverulega standa saman þegar tekist verður á við næstu heilsufarskreppu? Við spyrjum pallborðið að þessu?

19. ágúst, kl. 10.00 Getur hreyfanleiki námsmanna farið saman við lokuð landamæri?

Norðurlöndum er ætlað að vera samþættasta svæði heims og vera með sameiginlegan mennta- og vinnumarkað. Norræna ráðherranefndin vinnur að því að hamla gegn stjórnsýsluhindrunum sem hefta hreyfanleika og hagvöxt. Hvernig bitnaði kórónuveirufaraldurinn á fólki sem stundaði nám erlendis? Hvað þarf til að veita námsmönnum sem vilja taka skrefið til annnarra Norðurlanda öryggi.

ANSA (Association of Norwegian Students Abroad) og Info Norden, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar standa saman að því að beina kastljósinu að áhrifum heimsfaraldursins á hreyfanleika námsfólks á Norðurlöndum.