Arendalsvikan 2021: Getur hreyfanleiki námsmanna farið saman við lokuð landamæri?
Ljósmyndari
Tomas Lopata/norden.org
Norðurlöndum er ætlað að vera samþættasta svæði heims og vera með sameiginlegan mennta- og vinnumarkað. Norræna ráðherranefndin vinnur að því að hamla gegn stjórnsýsluhindrunum sem hefta hreyfanleika og hagvöxt. Hvernig bitnaði kórónuveirufaraldurinn á fólki sem stundaði nám erlendis? Hvað þarf til að veita námsmönnum sem vilja taka skrefið til annnarra Norðurlanda öryggi.
Upplýsingar
Dagsetning
19.08.2021
Tími
10:00 - 11:00
Staðsetning
Nordens Telt
Langbrygga
4841 Arendal
Noregur
Gerð
Viðburður
Hlekkur á annan vef
ANSA (Association of Norwegian Students Abroad) og Info Norden, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar standa saman að því að beina kastljósinu að áhrifum heimsfaraldursins á hreyfanleika námsfólks á Norðurlöndum.
Pallborð
- Forseti ANSA
- Nina Sandberg, Nefnd mennta og rannsóknarmála og norskur þingfulltrúi í Norðurlandaráði