Barnabætur í Svíþjóð

Svenske børnepenge
Hér er að finna upplýsingar um fjárhagsaðstoð við barnafjölskyldur samkvæmt sænskum reglum.

Barnafjölskyldur sem búa eða eru almannatryggðar í Svíþjóð eiga rétt á fjárhagsaðstoð.

Hvað eru barnabætur og bætur vegna fleiri barna?

Barnabætur og bætur vegna fleiri barna eru fjárhagsaðstoð sem greidd er mánaðarlega til foreldra með heimabúandi börn í Svíþjóð þar til börnin verða 6 ára. Ef þú færð barnabætur vegna tveggja eða fleiri barna færðu sjálfkrafa bætur vegna fleiri barna.

Bætur vegna fleiri barna eru til viðbótar við barnabætur og eru fjárhagsaðstoð við fjölskyldur með fleiri en eitt börn vegna þess að útgjöld eru yfirleitt hærri þegar börnin eru fleiri. Upphæð barnabóta og bóta vegna fleiri barna fer eftir fjölda barna.

Áttu rétt á barnabótum og bótum vegna fleiri barna?

Þú færð greiddar barnabætur ef þú ert almannatryggð/ur í Svíþjóð og ert með forsjá barna yngri en 16 ára. Ef þú ert almannatryggð/ur í einu landi eru það reglurnar þar í landi sem skera úr um hvort þú eigir rétt á bótum.

Þú þarft ekki að vera í vinnu til að fá barnabætur vegna barna þinna. Þú færð barnabætur þrátt fyrir að þú sért í í atvinnuleit eða stundir nám.

Ef þú starfar í Svíþjóð og ferð með forsjá barns í öðru norrænu landi geturðu átt rétt á barnabótum í Svíþjóð. Ef foreldrarnir starfa hvort í sínu landi geta þeir átt rétt á barnabótum frá báðum löndum. Það er einkum búsetuland barnsins sem á að greiða barnabætur vegna barnsins.

Ef foreldrar barns skilja og barnið býr hjá öðru foreldrinu ber hinu foreldrinu að greiða meðlag eða tryggja framfærslu barnsins á annan hátt.

Upphæð meðlagsins fer eftir þörfum barnsins og fjárhagslegri stöðu foreldranna.

Dvelji barnið nokkurn veginn jafnt hjá báðum foreldrum á hvorugt að greiða meðlag vegna barnsins. Í sumum tilvikum getur meðlag verið sanngjarnt, til dæmis ef annað foreldrið er tekjuhærri en hitt foreldrið.

Barnið getur átt rétt á framfærslustyrk ef báðir foreldrar eru lágtekjufólk. Þann styrk er einnig hægt að greiða því foreldri sem barnið býr hjá ef hitt foreldrið greiðir ekki meðlag.

Barnabætur ef foreldrarnir eru almannatryggðir hvort í sínu landinu

Reglur ESB/EES fela í sér sérstök ákvæði um samræmingu fjölskyldubóta ef foreldrar eða barn þeirra eru almannatryggðir í mismunandi norrænum löndum.

Meginreglan er sú að barnabætur eru greiddar af búsetulandinu nema báðir foreldrar búi með fjölskyldunni í Svíþjóð en starfi í öðru norrænu landi.

Búa í Svíþjóð þar sem báðir foreldrar starfa í öðru norrænu landi

Ef þið búið í Svíþjóð með barni ykkar en starfið bæði í öðru norrænu landi er það landið sem þið vinnið í sem á að greiða barnabæturnar.

Búa í Svíþjóð - annað foreldrið starfar í Svíþjóð en hitt í öðru landi

Ef þið búið í Svíþjóð með barni ykkar en annað ykkar starfar í Svíþjóð en hitt í öðru norrænu landi er meginreglan sú að barnabæturnar eru greiddar í Svíþjóð sem er búsetuland barnsins.

Ef bæturnar í hinu landinu eru hærri en í Svíþjóð á almannatryggingastofnun í hinu landinu að greiða út viðbótarframlag sem nemur mismuninum. Kannaðu hvernig þú sækir um viðbótarframlag hjá almannatryggingastofnun í búsetulandi barnsins.

Búa í Svíþjóð - eingöngu annað foreldrið er í vinnu og starfar í öðru landi

Ef foreldrið sem á heima í Svíþjóð er ekki í vinnu á fjölskyldan yfirleitt rétt á barnabótum og/eða fjölskyldubótum í hinu norræna ríkinu þar sem hitt foreldrið vinnur.

Búa erlendis þar sem annað foreldrið starfar þar í landi en hitt sækir vinnu í Svíþjóð

Ef fjölskyldan býr í öðru norrænu landi en annað foreldrið starfar í búsetulandinu á meðan hitt sækir vinnu í Svíþjóð er meginreglan sú að búsetulandið greiði barnabæturnar.

Búa erlendis þar sem eingöngu annað foreldrið er í vinnu og starfar í Svíþjóð

Ef aðeins annað foreldrið sækir vinnu í Svíþjóð eru barnabæturnar greiddar í Svíþjóð.

Búa erlendis þar sem báðir foreldrar starfa í Svíþjóð

Ef báðir foreldrar starfa í Svíþjóð eru bæturnar greiddar í Svíþjóð.

Hvernig sækirðu um?

Þú þarft ekki að sækja um barnabætur. Þær eru greiddar sjálfkrafa um leið og þú skráir lögheimili þitt í Svíþjóð.

Ef þú flytur úr landi

Réttur þinn til barnabóta fellur yfirleitt niður þegar þú yfirgefur Svíþjóð. Sumir eiga rétt á barnabótum þrátt fyrir að þeir dvelji lengur en sex mánuði erlendis.

Þú þarft að tilkynna Försäkringskassan um að þú eða barnið hyggist dvelja erlendis lengur en í sex mánuði. Ef þú gleymir því áttu á hættu að þurfa að endurgreiða bæturnar.

Hvar færðu svör við spurningum þínum?

Þú getur hringt í þjónustuver Försäkringskassan +46 (0)771-524 524 eða leitað upplýsinga á vef Försäkringskassan ef þú þarft að kynna þér hvaða reglur gildi um þig og barnið þitt.

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna