Endurhæfing í Færeyjum

Rehabilitering
Photographer
Annita
Hér má lesa um tækifæri til endurhæfingar í Færeyjum.

Ef þú býrð og starfar í Færeyjum en ert með skerta starfsorku geturðu sótt um að komast í atvinnulega starfsendurhæfingu og auka líkur á því að þú getir framfleytt þér og fjölskyldu þinni framvegis.

 

Hvað er endurhæfing?

Endurhæfing er t.a.m. vinnumarkaðsúrræði, fjárhagsleg aðstoð við nám, vinnuprófun á vinnumarkaði og annað sem getur eflt tengsl þín við vinnumarkaðinn.

Áttu rétt á endurhæfingu í Færeyjum?

Allir einstaklingar sem eru ekki komnir á lífeyristökualdur en eru með dvalarleyfi og fasta búsetu í Færeyjum uppfylla formleg skilyrði fyrir endurhæfingu. Ef þú ert útlendingur með tímabundið dvalarleyfi áttu ekki rétt á endurhæfingu í Færeyjum.

Tekið er tillit til ýmissa þátta þegar metið er hvort þú eigir rétt á endurhæfingu. Til að mynda að þú fáir ekki venjulegt starf vegna skertrar starfsfærni af líkamlegum eða andlegum ástæðum eða að félagslegar aðstæður komi í veg fyrir að þú getir lokið námi eða stundað vinnu. 

Góðar líkur þurfa að vera á því að þú fáir vinnu að lokinni endurhæfingu.

Geturðu tekið með þér endurhæfingarlífeyri ef þú flytur til annars norræns lands?

Viðmiðunarreglan er sú að þú getir ekki fengið endurhæfingarlífeyri þegar þú dvelur utan landsteina Færeyja en úrræði er valið út frá þeim úrræðum sem eru í boði í Færeyjum. Engu að síður gefur færeysk löggjöf kost á því að veita undanþágu í einstaka tilfellum ef hentug úrræði eru ekki fyrir hendi í Færeyjum og ef að einstaklingnum stendur tiltekinn hópur einstaklinga.

Hvernig sækirðu um endurhæfingu?

Þú sækir um endurhæfingu hjá færeyskum félagsmálayfirvöldum, Almannaverkinu, þar sem þú færð einnig svör við spurningum um endurhæfingu í Færeyjum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna