Færeyskar bætur til aðstandenda við andlát

Færøske ydelser til efterlevende ved dødsfald

Hér má lesa um færeyskar reglur um bætur til eftirlifandi aðstandenda við andlát og um útfararstyrk.

 

Áttu rétt á greiðslum við fráfall maka?

Ef bæði þú og maki þinn fáið ellilífeyri eða örorkulífeyri áttu rétt á ellilífeyri makans við andlát hans og hugsanlegar aðra uppbót vegna sameiginlegs framfærslukostnaðar ykkar í 3 mánuði frá lokum þess mánaðar sem maki þinn deyr.

Ekkjur og ekklar með börn yngri en 18 ára á framfæri sínu frá örorkulífeyri í miðflokki. Almannaverkið sendir ekkju/ekkli bréf með boði um ráðgjöf í hvernig sótt er um. Afgreiðslutími umsókna er yfirleitt stuttur.

 

Átt þú rétt á greiðslu ef foreldri þitt eða forsjáraðili fellur frá?

Við andlát foreldris eða foreldra áttu rétt á barnameðlagi. Ef báðir foreldrar deyja tvöfaldast upphæð meðlagsins.

 

Hvert á að leita með spurningar?

Ef þig vantar svör varðandi t.a.m. ekkjulífeyri eða barnameðlag við andlát geturðu haft samband við færeysk félagsmálayfirvöld Almannaverkið

Útfararstyrkur

Þú getur sótt um útfararstyrk fyrir einstaklinga sem 1. gr. laga um sjúkratryggingar á við um, það er einstaklinga með lögheimili í Færeyjum.

Útfararstyrkur er aðstoð til að mæta kostnaði við kistu og líkklæði.

Útgjöldin þarf að staðfesta með kvittunum og upphæð styrksins fer eftir aldri hins látna.

  • Allt að 5000 færeyskar krónur fyrir einstaklinga eldri en 15 ára
  • Allt að 4250 færeyskar krónur fyrir einstaklinga 9–15 ára
  • Allt að 3000 færeyskar krónur fyrir einstaklinga 1 árs til 8 ára
  • Allt að 2000 færeyskar krónur fyrir börn yngri en eins árs

Nánari upplýsingar veitir Heilsutrygd.

 

 

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna