Ökuskírteini í Færeyjum

Kørekort på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um reglur sem gilda þegar flutt er til Færeyja og sótt um færeyskt ökuskírteini.

Ökuskírteini í Færeyjum

Ökuskírteini frá ríkjum Evrópusambandsins, Noregi eða Íslandi og þeim löndum sem Evrópusambandið er með samning við gilda í Færeyjum, einnig fyrir einstaklinga sem flytjast til landsins. Hafir þú slíkt ökuskírteini er ekki nauðsynlegt að gangast undir ökupróf.

Þetta þýðir að ef þú ert með ökuskírteini frá einhverju ofantalinna ríkja þá er ekki nauðsynlegt að skipta yfir í færeyskt ökuskírteini. Þú átt þess þó kost.

Færeysk ökuskírteini eru gefin út af færeyska bifreiðaeftirlitinu, Akstovan sem einnig annast umsýslu varðandi ökuskírteini.   

Gömlu „bleiku ökuskírteinin“ eru ekki lengur gild sem skilríki um ökuréttindi. Þess vegna fær bílstjóri sem ekki hefur endurnýjað gamla „bleika ökuskírteinið“ sekt ef hann ekur bifreið.    

Hvar má endurnýja ökuskírteini?

Ef þú átt að endurnýja ökuskírteini þitt eða vilt gera það skaltu snúa þér til:

  • Í Þórshöfn: Akstovan (bifreiðaeftirlitið), Hoyvíksvegur 57, Þórshöfn
  • Utan Þórshafnar: Lögreglustöðvarnar

Hvað kostar að endurnýja ökuskírteini?  

Endurnýjun ökuskírteinis kostar kr. 250.

Ef endurnýjun ökuskírteinis á sér stað í tengslum við að viðkomandi er orðinn 70 ára skal greiða gjald sem nemur 150 kr. fyrir endurnýjunina.

Hægt er að greiða gjaldið með reiðufé hjá bifreiðaeftirlitinu.

Ef sótt er umendurnýjun ökuskírteinis til lögreglustöðvanna skal gjaldið greitt inn á reikning nr. 6460-497.745.0 áður en skírteinið er sótt. Framvísa þarf kvittun fyrir innborguninni á lögreglustöðinni.  

Hvað þarf að hafa meðferðis?

  • Gamla ökuskírteinið
  • Góða ljósmynd, andlitsmynd án höfuðfatnaðar í stærðinni 35 x 45 mm. með nafni viðkomandi á bakhlið myndarinnar
  • Skírnar-, nafna- eða hjúskaparvottorð ef þú hefur fengið nafni þínu breytt
  • Læknisvottorð ef þú ert eldri en 70 ára eða ef ökuskírteinið er takmarkað af heilsufarslegum ástæðum
  • Peninga eða kvittun fyrir því að gjaldið hafi verið greitt

Sótt er um endurnýjun ökuskírteinis með því að fylla út umsóknareyðublað og skal það undirritað í nærveru þess sem tekur við umsókninni. Umsóknareyðublöð má fá hér: Umsókn um ökuskírteini.

Meðan á afgreiðslu ökuskírteinis stendur færð þú bráðabirgðaökuskírteini til staðfestingar á ökuleyfi þínu.  

Afgreiðslutími

Búast má við að afgreiðsla ökuskírteinis taki einn til tvo mánuði. Sækið þess vegna um endurnýjun ökuskírteinis með góðum fyrirvara.  

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um ökuskírteini má fá hjá:

Akstovan (bifreiðaeftirlitið)

Hoyvíksvegur 57 
FO-110 Þórshöfn 
Sími (+298) 350 400 
Fax. (+298) 350 401

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna