Fjárhagsaðstoð í Svíþjóð

Kontanthjælp i Sverige
Hér er hægt að lesa um skilyrði sem þarf að uppfylla til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð í Svíþjóð.

Fjárhagsaðstoð í Svíþjóð er kölluð „socialbidrag“ (félagsleg aðstoð) en formlegt navn er „ekonomiskt bistånd“. Það er fjárhagsleg aðstoð sem þú getur fengið í því sveitarfélagi sem þú býrð í ef þú átt í fjárhagslegum vandræðum. Þú getur fengið framfærslustyrk eða annan styrk, til að mynda til lyfjakaupa, tannlækninga eða vegna gleraugna.

Norrænir ríkisborgarar eiga sama rétt til fjárhagsaðstoðar og sænskir ríkisborgarar.

Ef þú verður atvinnulaus og átt ekki rétt á atvinnuleysisbótum og getur ekki framfleytt þér og fjölskyldunni, geturðu sótt um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu. Umsóknin er metin út frá þörfum þínum, fjárhagslegri stöðu og hvort þú uppfyllir sett skilyrði.

Sveitarfélagið ákveður hvort viðkomandi á rétt á fjárhagsaðstoð. Sveitarfélagið metur aðstöðu hverrar og einnar fjölskyldu. Ef þú ert atvinnulaus þarftu að vera skráð/ur hjá vinnumiðlun og vera virkur atvinnuleitandi.

Ef þú getur ekki unnið þarftu að framvísa læknisvottorði þess efnis að starfsgeta þín sé lítil eða engin. Ef þú veikist sækirðu um sjúkradagpeninga.

Ef þú átt eignir geturðu yfirleitt ekki sótt um fjárhagsaðstoð.

Lestu um fjárhagsaðstoð á vefsíðu Socialstyrelsen og leitaðu nánari upplýsinga hjá sveitarfélaginu.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna