Grænlenskt búsetuvottorð

Grønlandsk bopælsattest
Hér eru upplýsingar um búsetuvottorð.

Grænlenskt búsetuvottorð gegnir hlutverki skilríkja við ýmsar aðstæður, bæði á Grænlandi og hinum norrænu löndunum. Ávallt skal hafa grænlenska búsetuvottorðið meðferðis þegar ferðast er til heimalandsins þar sem t.d. þarf að framvísa því við læknisheimsókn. Þetta á einnig við um danska ríkisborgara.

Hvað er búsetuvottorð?

Grænlenskt búsetuvottorð sýnir hver þú ert og hvar þú býrð. Allir sem hafa fasta búsetu á Grænlandi geta fengið búsetuvottorð.

Þú þarft að nota búsetuvottorðið þegar:

  • þú þarft að eiga samskipti við heilbrigðiskerfið annars staðar á Norðurlöndum
  • þú sækir um nám
  • þú sækir um grænlenskt ökuskírteini
  • þú þarft að fá endurgreiddan virðisaukaskatt

Einnig er hægt að nota búsetuvottorðið sem vegabréf þegar ferðast er á milli norrænu landanna.

Hvernig fæ ég búsetuvottorð?

Hægt er að sækja búsetuvottorð í borgaraþjónustunni Sullissivik með því að nota NemID (danskt rafrænt auðkenni).

Ef þú hefur ekki NemID er hægt að fá vottorðið útprentað hjá sveitarfélaginu eða bæjarskrifstofunni gegn vægu gjaldi.

Reglur um búsetuvottorð

Einungis er hægt að nota grænlensk búsetuvottorð á Grænlandi, í Danmörku og hinum norrænu löndunum. Því er mælt með að þú fáir þér ferðasjúkratryggingu ef þú ferðast út fyrir Danmörku og Norðurlönd. Sé það ekki gert geta sjúkraflutningar heim orðið afar kostnaðarsamir.

Eigir þú börn undir 18 ára nær búsetuvottorð þitt einnig til þeirra, ef þau eru skráð með búsetu hjá þér. Viljir þú að búsetuvottorðið nái einnig til maka þíns skaltu snúa þér til sveitarfélagsins eða bæjarskrifstofunnar með umboð frá makanum.

Búsetuvottorðið gildir aðeins eitt ár í senn. Ef þú hyggst ferðast aftur á næsta ári þarftu að fá nýtt búsetuvottorð. Hið sama á við ef þú flytur búferlum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna