Leiðbeiningar: Nám á Grænlandi

Møde for samarbejdsministrene i Grønland, marts 2015
Ljósmyndari
Bodil Tingsby
Hér er það helsta sem þú þarft að vita, hafir þú hug á að stunda nám á Grænlandi.

Norrænir ríkisborgarar geta stundað nám á Grænlandi til jafns við grænlenska námsmenn. Hægt er að sækja um nám án endurgjalds í grænlenskum menntastofnunum.

Umsókn og inntökuferli

Til að fá inngöngu í grænlenska menntastofnun þarf að sjálfsögðu að uppfylla þær faglegu kröfur sem gerðar eru. Athugaðu að kunnátta í grænlensku kann að vera skilyrði. Einkum í verknámsgreinum fer kennslan að miklu leyti fram á grænlensku.

Hvort sem þú sækir um framhaldsskólanám, verknám eða háskólanám er ráðlegt að hafa samband við námsstofnunina fyrirfram til að fá réttar leiðbeiningar um umsóknarferlið.

Grænlenskur námsstyrkur

Ákveðin skilyrði gilda fyrir veitingu námsstyrks á Grænlandi. Viðkomandi á að vera:

  • Danskur ríkisborgari
  • Búsett/ur á Grænlandi
  • Skráð/ur í háskólanám og virk/t/ur í námi

Danskir og færeyskir námsmenn uppfylla kröfurnar ef þeir eru búsettir á Grænlandi og virkir í námi. Uppfylli viðkomandi ekki kröfurnar er mögulegt að sækja um undanþágu, ef hægt er að sýna fram á sérstaka tengingu við Grænland.

Í flestum tilfellum er í staðinn hægt að fá námsstyrk frá eigin heimalandi.

Viðurkennt nám

Áður en þú sækir um nám á Grænlandi skaltu athuga að sumar fagtengdar námsleiðir á Grænlandi eru ekki viðurkenndar annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru oftast námsleiðir í heilbrigðistengdum fögum og iðnfögum. Þú skalt því athuga vel hvort þú getir fengið vinnu í heimalandi þínu strax að loknu námi á Grænlandi eða hvort endurmenntunar verði þörf.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna