Námsstyrkir til færeyskra nema erlendis

Færeyskir nemar heyra yfirleitt undir Statens Uddannelsesstøtte (SU) þegar þeir stunda nám í Danmörkui vegna þess að þeir eru danskir ríkisborgarar. Nemar sem eiga rétt á stuðningi frá SU eða frá öðrum námsstyrkjasjóðum fá ekki stuðning frá Studni.
Þó eru sérstök réttindi vegna færeyskra nema erlendis.
- ÚSÚN-fyrirkomulagið nær til réttinda færeyskra námsmanna erlendis. ÚSÚN getur veitt styrki fyrir skólagjöldum og framfærslu í þeim tilvikum sem að ekki fáist styrkur frá SU.
- Rejsestøtte er stuðningur sem dekkar eina ferð til Færeyja á ári fyrir námsmanninn og barn hans/hennar.
- Projektstøtte er veitt í formi ferðastyrks vegna verkefnis í öðru landi en því sem nám er stundað í.
- Undirbúningsnámskeið í tungumálum vegna framhaldsmenntunar í landi þar sem ekki er töluð enska er veitt námsmanni sem hyggst stunda nám í því landi/málsvæði.
- Í ákveðnum tilvikum er veittur styrkur til námsmanna á Norðurlöndum vegna framfærslu og í sérstökum tilvikum vegna skólagjalda.
Hver getur fengið styrk?
Styrkur til náms erlendis er veittur virkum nemum í fullu námi sem uppfylla skilyrði um að frá styrk í Færeyjum og hafa átt heima í Færeyjum að minnsta kosti:
- tvö af síðustu þremur árum áður en námið hefst eða
- hálfa æfina áður en námið hefst.
Hvernig fæ ég styrk?
Ef þú telur að þú eigir mögulega rétt á að fá styrk frá einum eða fleiri af þeim styrkjamöguleikum sem nefndir eru hér að ofan, skaltu hafa samband við Studni sem er með aðsetur í Þórshöfn.
Sími: +298 20 40 60 Bréfasími: +298 20 40 61 Netfang: studni@studni.fo
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.