Tungumálanámskeið fyrir innflytjendur í Færeyjum

Tungumálanámskeið fyrir innflytjendur í Færeyjum
Hér er að finna upplýsingar um þau tækifæri sem bjóðast í Færeyjum til að taka námskeið í færeysku.
Útlendingar sem flytjast til Færeyja fá alla jafna 20 tíma námskeið í færeysku.
Kennslu umfram þessa 20 tíma verður þú að greiða úr eigin vasa. Þessir 20 tímar eiga einnig við um aðflutt skólabörn. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um kennslu í færeysku fyrir útlendinga getur þú haft samband við sveitarfélagið.
Hægt er að sækja kennslu í færeysku fyrir útlendinga í nokkrum kvöldskólum víðsvegar um Færeyjar. Kvöldskólarnir heyra undir sveitarfélögin.
Í Klakksvík má hafa samband við kvöldskólann á netfanginu kvoldskulin@gmail.com.
Í Þórshöfn má hafa samband við kvöldskólann á netfanginu kvoldskulin@torshavn.fo.
Ef þú sækist eftir færeyskukennslu umfram þessa 20 ókeypis tíma þá er tækifæri til þess meðal annars í námskeiðamiðstöðinni Skeiðsdepilin í Þórshöfn. Þar er boðið upp á námskeið í að lesa, skrifa og tala færeysku. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa takmarkaða kunnáttu í færeysku, þar á meðal útlendingum í Færeyjum. Námskeiðið er 80 kennslustundir sem hver er 55 mínútna löng. Kennt er þrjá tíma í viku frá september til apríl.
Ef þú hefur áhuga geturðu haft samaband við Skeiðsdepilin til að fá nánari upplýsingar, meðal annars um tímasetningu, staðsetningu og verð námskeiðsins. Hægt er að hringja í síma + 298 318813 og netfangið er: info@sd.fo
Ef þú vilt læra færeysku á byrjendastigi áður en þú kemur til Færeyja hefur forlagið Stiðin gefið út grunnnámskeið, "Faroese - A Language Course for Beginners". Þetta er pakki með textum, geisladiskum og málfræði sem hægt er að kaupa í bókabúðum. Hlustunarefnið úr pakkanum má einnig nálgast á netinu og það er ókeypis. Námskeiðið er á ensku.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.