Tungumálanámskeið fyrir innflytjendur í Færeyjum

Sprogkurser for tilflyttere til Færøerne
Meginreglan er sú að útlendingar eiga kost á 20 tíma kennslu í færeysku endurgjaldslaust. Hér er að finna nánari upplýsingar um möguleika á færeyskunámi.

Tungumálanámskeið fyrir innflytjendur í Færeyjum

Hér er að finna upplýsingar um þau tækifæri sem bjóðast í Færeyjum til að taka námskeið í færeysku.

Útlendingar sem flytjast til Færeyja fá alla jafna 20 tíma námskeið í færeysku.

Kennslu umfram þessa 20 tíma verður þú að greiða úr eigin vasa. Þessir 20 tímar eiga einnig við um aðflutt skólabörn. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um kennslu í færeysku fyrir útlendinga getur þú haft samband við sveitarfélagið.

Hægt er að sækja kennslu í færeysku fyrir útlendinga í nokkrum kvöldskólum víðsvegar um Færeyjar.Kvöldskólarnir heyra undir sveitarfélögin.

Í Klakksvík má hafa samband við kvöldskólann  á netfanginu kvoldskuli@gmail.com.

Í Þórshöfn má hafa samband við kvöldskólann á netfanginu  kvoldskulin@torshavn.fo.

Ef þú sækist eftir færeyskukennslu umfram þessa 20 ókeypis tíma geturðu haft samband við kvöldskólana og fengið upplýsingar um þau námskeið sem reglulega er boðið upp á fyrir útlendinga í Færeyjum.

 

Sjálfsnám heima fyrir

Í bókaverslunum má nálgast efni um færeysku fyrir byrjendur. Efnið er til á textaformi og geisladisk.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna