Rafræn skilríki á Íslandi

Person ved en computer
Photographer
Ali Yahya on Unsplash
Hér geturðu lesið þér til um rafræn skilríki.

Rafræn skilríki

Allir þeir sem hyggjast nýta sér þjónustu netbanka þurfa að hafa rafræn skilríki. Með rafrænum skilríkjum geturðu sýnt fram á hver þú ert og undirritað samninga og greiðslur hjá yfirvöldum og fyrirtækjum og staðfest hvert þú ert eða kaup þín með lykilorði. Það þarf að sækja um þau sérstaklega. 

Hvað eru rafræn skilríki?

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.

Hvernig nálgast ég rafræn skilríki?

Í bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni. Hægt er að fá rafræn skilríki í síma og í snjallkort. Ef þú ætlar að útvega rafræn skilríki á síma kannarðu hvort símkortið þitt styður rafræn skilríki. Ef ekki getur þú útvegað slíkt kort hjá þínu símafyrirtæki. Þú ferð svo í banka, sparisjóð eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar. Þegar sótt er um rafræn skilríki þarf ávallt að hafa með gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd.

Til hvers nota ég rafræn skilríki?

Þú getur notað skilríkin til auðkenningar og fullgildrar undirritunar. Nú þegar bjóða flestar opinberar stofnanir og sveitarfélög upp á innskráningu á þjónustusíður með rafrænum skilríkjum, sem og allir bankar, sparisjóðir og fleiri. 

Frekari upplýsingar

Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Skilríkja. 

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna