Leiðbeiningar: Nám á Íslandi

Getur þú stundað nám á Íslandi?
Norðurlöndin hafa gert með sér ýmsa samninga sem tryggja norrænum ríkisborgurum aðgang að námi og viðurkenningu á háskólagráðum í öllum norrænu löndunum. Auk þess eru ýmsar menntaáætlanir starfræktar innan hins norræna samstarfs sem bjóða námsmönnum á Norðurlöndum upp á ýmis tækifæri.
Hvar finnurðu upplýsingar um nám á Íslandi?
Hverjar eru aðgangskröfurnar í nám á Íslandi?
Almennu reglurnar eru þær að umsækjendur sem hefja nám í háskólum á Íslandi skulu hafa lokið stúdentsprófi, eða öðru lokaprófi á þriðja hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Hver háskóli fyrir sig setur sér reglur varðandi undanþágur frá þessum reglum.
Fjármögnun náms á Íslandi
Upplýsingar um möguleika varðandi námslán og námsstyrki fyrir þá sem hyggja á nám á Íslandi.
Hvað þarftu að hafa í huga ef þú flytur til Íslands til þess að stunda nám?
Hugleiða þarf ýmis atriði við flutning til Íslands frá einhverjum hinna Norðurlandanna. Að neðan má finna lista yfir atriði sem gott er að muna eftir. Hafa ber þó í huga að listinn er ekki tæmandi og að misjafnt er hvaða atriði eiga við hvern og einn.
Geturðu notað menntun þína frá Íslandi á hinum Norðurlöndunum?
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um nám á Íslandi má finna á heimasíðu Menntamálastofnunnar.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.