Leiðbeiningar: Starfað á Íslandi

Mænd der arbejder i Danmark
Photographer
Yadid Levy/norden.org
Hér geturðu lesið um það sem mikilvægt er að hafa í huga þegar flutt er til Íslands vegna vinnu eða í atvinnuleit.

Atvinnu-og dvalarleyfi

Norrænir ríkisborgarar þurfa hvorki að hafa atvinnu- né dvalarleyfi til þess að geta búið og starfað á Norðurlöndum. Þeim er þó skylt að fara eftir reglum viðkomandi ríkis um skráningu í þjóðskrá. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Info Norden. 

Atvinnuleit

Atvinnulausir einstaklingar frá Norðurlöndum sem koma til Íslands í vinnuleit þurfa að fá íslenska kennitölu hjá Þjóðskrá Íslands til þess að geta skráð sig í atvinnuleit á næstu vinnumiðlun Vinnumálastofnunar. Heimilisföng vinnumiðlana má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Þú getur lesið þér til um atvinnuleit á Íslandi á heimasíðu Info Norden. 

Atvinnuleysisbætur með frá útlöndum til Íslands

Öll Norðurlöndin eiga aðild að EES-samningnum sem þýðir að einstaklingur getur farið til annars norræns lands í allt að þrjá mánuði í atvinnuleit og samt haldið rétti sínum til atvinnuleysisbóta frá heimalandinu. Þú getur lesið meira um þetta á heimasíðu Info Norden. 

Viðurkenning á erlendum prófgráðum

Þú getur lesið þér til um það á heimasíðu Info Norden. 

Skattur

Þegar flutt er til Íslands og viðkomandi hefur verið skráður í þjóðskrá skal hafa samband við Ríkisskattstjóra. Einstaklingur sem er skráður til búsetu á Íslandi og starfar þar skal greiða skatta. Á vefsíðu Ríkisskattstjóra má meðal annars finna upplýsingar um sköttun á launum, lífeyri, hlutabréfum, verðbréfum, hlunnindum og sölu eigna.

Meginreglan er sú að greiða á skatt í því landi sem viðkomandi vinnur og aflar tekna. Ekki á að greiða skatt í tveimur ríkjum vegna sömu tekna. Tvísköttunarsamningar sem gilda milli Íslands og flestra EES-landanna kveða á um þetta.

Sjúkratryggingar

Einstaklingar sem flytja til Íslands bera ábyrgð á að tilkynna flutninginn til Sjúkratrygginga Íslands. Almennt verða einstaklingar sjúkratryggðir sex mánuðum eftir að þeir hafa skráð búsetu sína hér á landi samkvæmt Þjóðskrá.

Ríkisborgarar EES lands og Sviss sem sendir eru til starfa tímabundið á Íslandi af vinnuveitanda sínum eða eru sjálfstætt starfandi geta verið áfram tryggðir í almannatryggingum landsins sem komið er frá. Skila þarf inn svokölluðu S1 vottorði til Sjúkratrygginga Íslands frá tryggingalandi sínu til að fá sjúkratryggingu á Íslandi. Grundvöllur útgáfu S1 vottorðs er A1 vottorð sem staðfestir að starfsmaður falli undir almannatryggingalöggjöf útgáfulandsins.

 

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna