Sænskar barnabætur

Svenske børnepenge
Lestu um réttindi barnafjölskyldna, þar á meðal sænskar barnabætur og systkinaframlag. Kynntu þér hvernig bætur eru greiddar og hvaða reglur gilda þegar búið eða starfað er í öðru norrænu landi.

Barnafjölskyldur sem búa í og eru almannatryggðar í Svíþjóð eiga rétt á fjárhagsaðstoð. Í Svíþjóð samanstanda barnabætur af almennum barnabótum („barnbidrag“) og systkinaframlagi („flerbarnstillägg“). Fjölskyldur sem búa í öðru norrænu landi geta átt rétt á barnabótum og öðrum fjölskylduhlunnindum í Svíþjóð ef annað eða bæði foreldranna búa í eða eiga lífeyri í Svíþjóð.

Hvað eru barnabætur í Svíþjóð?

Barnabætur (barnbidrag) eru fjárhagsaðstoð sem greidd er til foreldra með heimabúandi börn í Svíþjóð. Ef þú færð barnabætur á átt tvö eða fleiri börn færðu einnig sjálfkrafa systkinaframlag.

Systkinaframlag er til viðbótar við barnabætur og er hugsuð sem fjárhagsaðstoð fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn, þar sem útgjöld eru yfirleitt meiri þegar börnin eru fleiri. Upphæðir sænskra barnabóta og systkinaframlags fara eftir fjölda barna.

Áttu rétt á barnabótum og systkinaframlags í Svíþjóð?

Þú færð greiddar barnabætur ef þú ert almannatryggð/ur í Svíþjóð og ert með forsjá barna yngri en 16 ára. Ef þú ert almannatryggð/ur í einu landi eru það reglurnar þar í landi sem skera úr um hvort þú eigir rétt á bótum.

Þú þarft ekki að vera í vinnu til að fá barnabætur vegna barna þinna. Þú færð barnabætur þrátt fyrir að þú sért í atvinnuleit eða í námi.

Ef þú starfar í Svíþjóð og ferð með forsjá barns í öðru norrænu landi geturðu átt rétt á barnabótum í Svíþjóð. Ef foreldrarnir starfa hvort í sínu landi geta þeir átt rétt á barnabótum frá báðum löndum. Það er einkum búsetuland barnsins sem á að greiða barnabætur vegna barnsins.

Hvenær eru barnabætur greiddar út í Svíþjóð?

Barnabætur og systkinaframlög eru yfirleitt greidd út 20. dag hvers mánaðar. Ef 20. dagur mánaðarins er helgidagur, laugardagur eða sunnudagur eru peningarnir greiddir daginn áður.

Hver fær barnabætur greiddar í Svíþjóð?

Barnabætur (barnbidrag) og systkinaframlag (flerbarnstillägg) eru fjárhagsaðstoð sem greidd er foreldrum með heimabúandi börn í Svíþjóð. Foreldrarnir þurfa ekki að sækja um bæturnar og fá fram til þess ársfjórðungs er barnið verður 16 ára.

Ef barnið er fætt 1. mars 2014 eða síðar greiðist skiptast barnabæturnar og systkinaframlagið milli foreldranna ef þau hafa sameiginlega forsjá.

Fyrir eldri börn eru greiðslurnar aðeins greiddar öðru foreldrinu. Ef óskað er eftir því að deila eða breyta greiðslunum eða hver skuli taka við þeim er hægt að fara á vefsíðu Försäkringskassan og gera breytingarnar þar.

Ef annað foreldranna fer eitt með forsjá fær það allar bæturnar.

Hversu háar geta barnabætur og systkinaframlag verið í Svíþjóð?

Upplýsingar um upphæðir barnabóta og systkinaframlags er að finna á vefsíðu Försäkringskassan.

Ekki er greiddur skattur af barnabótum eða systkinaframlagi.

Hvernig er sótt um barnabætur í Svíþjóð?

Ef þú flytur til Svíþjóðar með börn sem eru yngri en 16 ára þarftu að gefa Försäkringskassan upplýsingar til að geta fengið barnabætur. Þú getur gert það þegar þú hefur skráð lögheimili þitt í Svíþjóð.

Ef þú átt rétt á barnabótum eru þær greiddar út ef þú ert með lögheimili í Svíþjóð. Þú færð einnig mánaðarlegt systkinaframlag. Það er framlag til foreldra sem eiga fleiri en eitt barn.

Ef einhver í fjölskyldunni flytur til eða byrjar að starfa í öðru landi í ESB/EES eða Sviss skaltu hafa samband við Försäkringskassan til að fá upplýsingar um hvaða áhrif það hefur á barnabæturnar.

Á vefsíðu Försäkringskassan má finna upplýsingar um hvernig upplýsingar eru gefnar upp til að fá barnabætur og hvað á við ef flutt er til annars lands eða byrjað er að starfa í öðru landi.

Hvaða land greiðir út barnabætur ef foreldrar barnsins eru almannatryggðir í mismunandi löndum?

Reglur ESB/EES fela í sér sérstök ákvæði um samræmingu fjölskyldubóta ef foreldrar eða barn þeirra eru almannatryggðir í mismunandi norrænum löndum.

Að öllu jöfnu er það búsetulandið sem greiðir barnabætur að því gefnu að annað foreldranna starfi einnig þar. Ef báðir foreldrar starfa í öðru norrænu landi, en búa með fjölskyldunni í Svíþjóð, er það alla jafna vinnulandið sem greiðir barnabæturnar.

Fjölskyldan býr í Svíþjóð og báðir foreldrarnir starfa í öðru norrænu landi

Ef þið búið í Svíþjóð með barni ykkar en starfið bæði í öðru norrænu landi er það landið sem þið vinnið í sem á að greiða barnabæturnar.

Fjölskyldan býr í Svíþjóð og annað foreldrið starfar í Svíþjóð en hitt í öðru landi

Ef þið búið í Svíþjóð með barni ykkar en annað ykkar starfar í Svíþjóð en hitt í öðru norrænu landi er meginreglan sú að barnabæturnar eru greiddar í Svíþjóð sem er búsetuland barnsins.

Ef bæturnar í hinu landinu eru hærri en í Svíþjóð á almannatryggingastofnun í hinu landinu að greiða út viðbótarframlag sem nemur mismuninum. Kannaðu hvernig þú sækir um viðbótarframlag hjá almannatryggingastofnun í búsetulandi barnsins.

Fjölskyldan býr í Svíþjóð og aðeins annað foreldrið er í vinnu og starfar í öðru landi

Ef foreldrið sem á heima í Svíþjóð er ekki í vinnu á fjölskyldan rétt á barnabótum og fjölskyldubótum í norræna landinu þar sem hitt foreldrið vinnur.

Fjölskyldan býr í öðru landi og annað foreldrið starfar í búsetulandinu en hitt starfar í Svíþjóð

Ef fjölskyldan býr í öðru norrænu landi en annað foreldrið starfar í búsetulandinu á meðan hitt starfar í Svíþjóð er það alla jafna búsetulandið sem greiðir barnabæturnar. 

Fjölskyldan býr í öðru landi og aðeins annað foreldrið er í vinnu og starfar í Svíþjóð

Ef aðeins annað foreldranna er í vinnu og starfar í Svíþjóð eru barnabæturnar greiddar í Svíþjóð.

Fjölskyldan býr í öðru landi og báðir foreldrarnir starfa í Svíþjóð

Ef báðir foreldrar starfa í Svíþjóð eru bæturnar greiddar í Svíþjóð.

Áttu rétt á barnabótum ef þú flytur frá Svíþjóð?

Ef þú flytur frá Svíþjóð áttu alla jafna ekki lengur rétt á sænskum barnabótum og systkinaframlagi. Þó eiga sumir einstaklingar rétt á barnabótum þrátt fyrir að þeir dvelji lengur en sex mánuði erlendis.

Þú þarft að láta Försäkringskassan vita ef þú eða barnið þitt hyggst dvelja erlendis lengur en í sex mánuði eða dvelja mörgum sinnum erlendis í meira en sex mánuði samtals. Ef þú gleymir því og tekur við greiðslum sem þú átt ekki rétt á gætir þú þurft að endurgreiða upphæðina. Einnig gæti verið tilkynnt um grun um bótasvik.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Þú getur hringt í þjónustuver Försäkringskassan +46 (0)771-524 524 eða leitað upplýsinga á vef Försäkringskassan ef þú þarft að kynna þér hvaða reglur gildi um þig og barnið þitt.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna