Einn milljarður skógarmaura getur ekki haft á röngu að standa

Myrerne på  jorden
Ljósmyndari
John Nielsen/Scanpix
Helmingur landssvæða á Norðurlöndum eru þakin skógi. Gott fyrir stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum! Eða? Jú, hér er að finna mestu auðlegð tegunda – en einnig flestar tegundir í útrýmingarhættu. En hvers vegna er staðan þessi?

Ástæða þess að mikill hluti þeirra tegunda sem eru á válista í norrænu ríkjunum finnast í skógi er að upprunalegt landslag Norðurlandanna var auðugt af skógi og að margar af tegundum okkar tengjast þess háttar svæðum.  

Skógurinn er enn afar auðugur af tegundum. 

Í Svíþjóð eru 10.000 tegundir í skóginum. Þetta eru mosar, fléttur og sveppir, skordýr og fuglar. 20 prósent þeirra eru í hættu eða í viðkvæmri stöðu.

Það hefur áhrif á fjölda tegunda í norrænu skógunum þegar lífsskilyrði þeirra breytast eða hverfa. Skógarhögg, byggingar, órækt, loftslagsbreytingar, losun köfnunarefna – allt hefur þetta áhrif á fjölbreytileika tegundanna.

Í sumum Norðurlandanna hefur skógrækt verið grundvallaratvinnuvegur áratugum saman – þetta hefur sett mark sitt á skógana. Í skógi sem er nýttur er einfaldlega minna rými fyrir lífríki þeirra villtu dýra og plöntutegunda sem finna má í gömlum og ósnortnum skógi. Sænski tegundagagnagrunnurinn bendir á að skortur á skógi sem ekki er nýttur sé ein mikilvægasta ástæða þess að tegundir skóganna séu í útrýmingarhættu eða viðkvæmri stöðu.  

Jafnvel þótt Norðurlöndin hafi áður verið meðal þeirra sem samþykktu metnaðarfull markmið um að varðveita líffræðilega fjölbreytni þá eru miklir hagsmunaárekstrar í skóginum. Auk þess tekur það vistkerfi skógar sem hefur verið nýttur, mörg ár að ná aftur upp þeim margbreytileika sem hann hafði áður. Við viljum fá hráefnið okkar eins og venjulega - og nú viljum við líka að lífeldsneyti leysi jarðefnaeldsneyti af hólmi. Mikilvægt er að sjá til þess að vinnsla lífeldsneytis komi ekki niður á þeim tegundum sem eru háðar skóglendi. 

Skógurinn gegnir ríku hlutverki í loftslagsstefnu - en hann er meðal þeirra svæða þar sem loftslagsstefna getur komið niður á líffræðilegri fjölbreytni. 

Hvernig var það aftur með maurana?

Jú takk, það var fínt! Þeir liðsinna eigendum skóganna við að halda meindýrum í skefjum og stuðla um leið að örari vexti skóganna. 

Staðreyndir:

  • Samkvæmt rannsóknarnefnd SÞ um líffræðilega fjölbreytni hafa 290 milljónir hektara af skógi verið höggnir síðan 1990.
  • Í Svíþjóð tengjast 43 prósent tegunda á válista skógum, 32 prósent í Finnlandi og 60 prósent í Danmörku. 
  • Í Noregi tengjast 48 prósent tegunda í hættu skógunum. 

Þetta getur þú gert:

  • Gættu skógarins og aflaðu þér nánari upplýsinga um hann.
  • Plantaðu blómstrandi runnum og trjám í garðinum þínum.
  • Hættu að henda rusli í skóginn.
  • Notaðu skóginn – hann er góður fyrir heilsuna!