Finnlandsforseti við Norðurlandaráð: Endurreisn samstarfsins

02.11.22 | Fréttir
Finlands president Sauli Niinistö på sessionen 2022.

Finlands president Sauli Niinistö

Photographer
Johannes Jansson
Öryggis- og varnarmál voru ofarlega á baugi í ræðu Finnlandsforsetans Sauli Niinistö á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember. Forsetinn ræddi einnig önnur málefni á borð við eflingu Norðurlanda sem vörumerkis.

Forsetinn var gestaræðumaður þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember. Stríð Rússlands og Úkraínu og breyttar öryggisaðstæður mörkuðu ræðu hans.

„Þessir erfiðu tímar hafa skapað áður óséða samstöðu meðal Norðurlanda. Samskiptin milli landanna hafa verið mikil,“ sagði Sauli Niinistö Finnlandsforseti.

Eftir ræðuna svaraði forsetinn spurningum þingmanna Norðurlandaráðs, sem einnig beindust að miklu leyti að hinum breyttu öryggisaðstæðum.

Meðal annars spurði Angelika Bengtsson frá flokkahópi Norræns frelsis um hvað Norðurlönd gætu gert í sameiningu til að koma í veg fyrir að stríðið í Úkraínu nái til landa okkar.

„Ég tel okkur vera að gera það í dag: að sýna staðfestu og einhug,“, svaraði Niinistö og bætti við því að hann legði áherslu á orðið „staðfesta“.

Jouni Ovaska frá flokkahópi miðjumanna spurði hvað Norðurlönd gætu gert í sameiningu til að bæta tengslin yfir Atlandshafið, frekar en ein og sér.

„Árið 2016 fóru Norðurlöndin í sameiginlega sendiferð til Bandaríkjanna. Í kjölfarið vaknaði sú hugmynd að eðlilegt væri að við sýndum kurteisi og byðum Bandaríkjunum til okkar. Finnland er reiðubúið til að gera það og vafalaust einnig önnur Norðurlönd,“ sagði Niinistö Finnlandsforseti.

Fullkomið samstarf

Forsetinn lagði áherslu á að norrænt samstarf gengur nánast fullkomlega og ræddi um endurreisn samstarfsins.

„Ég vonast til þess að við nýtum þetta tækifæri – endurreisn norræns samtarfs – til að efla það fyrra og skapa nýtt. Jafnvel hið fullkomna getur orðið betra,“ sagði forsetinn.

Hann ræddi einnig um Norðurlönd sem vörumerki og sagði Norðurlöndin að mörgu leyti njóta virðingar sem fyrirmyndarsamfélög á alþjóðavísu. Niinistö nefndi einnig að Norðurlöndin væru þekkt fyrir ríka hefð lýðræðis, jafnréttis og velferðar og að löndin væru í fararbroddi í aljóðlegum samanburði hvort sem spurt er um stöðugleika, frelsi, öryggi eða hamingju.

Forsetinn velti upp þeirri spurningu hvort Norðurlönd gætu nýtt norræna vörumerkið enn betur en nú.

„Við höfum ekki nýtt möguleika norræna vörumerkisins til fulls. Og við getum gert enn betur með því að vinna enn betur saman. Norðurlandaráð gæti drifið þetta starf áfram. Það lítur nefnilega út fyrir að allt sem kemur frá Norðurlöndum sé gott,“ sagði forsetinn.