Forseti Norðurlandaráðs fordæmir árás Rússlands á Úkraínu

Erkki Tuomioja taler i Plenum Stortinget, Nordisk Råds Session 2018
Erkki Tuomioja, forseti Norðurlandaráðs 2022.
„Ég vil af miklum þunga lýsa yfir stuðningi mínum við Úkraínu og úkraínsku þjóðina sem nú sætir fullkomlega ólögmætri allsherjar hernaðarárás af hálfu Rússlands. Aðgerðir Rússlands ganga bæði í berhögg við þjóðarrétt og ógna öryggi í Evrópu. Beiting hervalds er með öllu óviðunandi. Úkraína er fullvalda ríki og Rússlandi ber að virða friðhelgi þess. Norðurlandaráð hefur alla tíð staðið með lýðræði, friði og samstarfi og sem forseti Norðurlandaráðs fordæmi ég harðlega innrás Rússa. Það með hvaða hætti norrænu löndin geta aðstoðað Úkraínu og úkraínsku þjóðina verður eitt helsta viðfangsefni Norðurlandaráðs.“
Norðurlandaráð er vettvangur opinbers samstarfs þingmanna á Norðurlöndum. Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Ráðið skipa 87 kjörnir fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.