Mikill stuðningur við Úkraínu og áhersla á vinnu að lýðræði í nýjum samstarfssamningi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

22.09.23 | Fréttir
Timo Suslov, Baltiska församlingens president, och Jorodd Asphjell, Nordiska rådets president skriver under ett avtal.

Timo Suslov, Baltiska församlingens president, och Jorodd Asphjell, Nordiska rådets president

Photographer
Helena Slater/norden.org
Áframhaldandi ríkur stuðningur við Úkraínu, samstarf um öryggismál og vinna að lýðræði, meginreglur réttarríkisins og mannréttindi eru meðal helstu málefna í nýjum samstarfssamningi Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins fyrir árin 2024-2026. Samningurinn var undirritaður í Tallinn 22. september.

Áhersla á Úkraínu

Í samningnum segir að innrás Rússa í Úkraínu sé ógn við öryggi í heiminum og að Eystrasaltsríkin og Norðurlönd séu í sérstakri hættu vegna nálægðarinnar við Rússland. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin veita Úkraínu áframhaldandi sterkan stuðning og vinna að því að árás Rússlands ljúki og friður náist.

„Við verðum, nú fremur en nokkru sinni, að sýna styrk og samstöðu – við verðum að standa saman um að veita Úkraínu öflugan stuðning eins lengi og þörf krefur,“ segir Jorodd Asphjell, forseti Norðurlandaráðs.

Lýðræði og mannréttindi

Áhersla er einnig lögð á vinnu að lýðræði, meginreglum réttarríkisins og mannréttindum, einkum í félagi við samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri. Þetta nefndi Jorodd Asphjell einnig þegar hann ávarpaði fundinn með Eystrasaltsþinginu:

„Á þessum tímum erum við sérstaklega þakklát Eystrasaltsþinginu og Eystrasaltslöndunum fyrir hlutverk þeirra og langa reynslu sem brú milli austurs og vesturs. Stofnanir okkar beggja standa fyrir lýðræði, meginreglur réttarríkisins og mannréttindi. Þessi gildi eiga undir högg að sækja – og við verðum að berjast fyrir þeim dag hvern,“ sagði Jorodd Asphjell.

Samstarf um netöryggismál

Netöryggi er einnig á dagskrá samstarfssamningsins Á fundinum í Tallinn heimsóttu sendinefndirnar öndvegissetur NATO um netöryggi NATO Cooperative Cyber Defence Centre of Excellence. Mikilvægt er að vinna saman að því að sporna gegn falsfréttum og áróðri einræðisríkja og Norðurlandaráð telur að norræn stjórnvöld gætu aukið samstarf sitt, innbyrðis en einnig við Eystrasaltsríkin.

„Norræna ráðherranefndin hefur skipað ad hoc ráðherranefnd um stafræn málefni sem einnig Eystrasaltsríkin eiga aðild að en við munum beita okkur fyrir því að sú ráðherranefnd starfi til frambúðar,“ segir Victoria Tiblom, sem situr í forsætisnefnd Norðurlandaráðs.

Jorodd Asphjell, forseti Norðurlandaráðs og þingmennirnir Lars Püss og Victoria Tiblom tóku auk Kristinu Háfoss framkvæmdastjóra ráðsins þátt af hálfu Norðurlandaráðs.