Nýrri námsleið er ætlað að fyrirbyggja smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi

09.09.19 | Fréttir
Sygeplejerske med patient
Ljósmyndari
Yadid Levy / Norden.org
Í vikunni ýtti Gautaborgarháskóli úr vör nýrri norrænni námsleið í heilbrigðisvísindum þar sem markmiðið er að nemendur verði betur í stakk búnir til að fyrirbyggja smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, og komi þannig heilbrigði á Norðurlöndum til góða.

„Þessi námsleið er gott dæmi um það þegar norrænt samstarf getur af sér verkefni sem styðja við aðgerðir í heilbrigðismálum í löndunum og eru almenningi á Norðulöndum til heilla,“ segir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Það eru félags- og heilbrigðisráðherrarnir í Norrænu ráðherranefndinni sem standa að stofnun námsleiðarinnar. Ráðherranefndin leggur einnig fé til verkefnisins.

Uggvænleg þróun sem verður að stöðva 

Þörfin á aðgerðum, t.d. með þessari námsleið, er skýr ef tölurnar eru skoðaðar, t.d. hvað sýklalyfjaónæmi snertir. Á heimsvísu dregur sýklalyfjaónæmi 700.000 manns til dauða samkvæmt The Review on Antibiotic Resistance. Haldi sama þróun áfram gæti talan verið komin upp í 10 milljónir árið 2050.  

Þessi námsleið er gott dæmi um það þegar norrænt samstarf getur af sér verkefni sem styðja við aðgerðir í heilbrigðismálum í löndunum og eru almenningi á Norðulöndum til heilla

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Tími til að hefjast handa

Námið er tveggja ára hlutanám, sem svarar til eins árs fulls náms (60 ECTS), og veitir því meistaragráðu í Svíþjóð. Fyrstu 20 norrænu nemendurnir hafa nýhafið námið við Gautaborgarháskóla sem heldur utan um námið í samstarfi við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið og lýðheilsustofnanir á Norðurlöndum. 

„Við vonum að þessi námsleið uppfylli væntingar okkar um að auka hæfni heilbrigðisstarfsfólks á sviði smitsjúkdóma og hreinlætis. Og nú er kominn tími til að hefjast handa,“ segir Agnes Wold, prófessor við Gautaborgarháskóla og stjórnandi námsleiðarinnar.  

Við vonum að þessi námsleið uppfylli væntingar okkar um að auka hæfni heilbrigðisstarfsfólks á sviði smitsjúkdóma og hreinlætis. Og nú er kominn tími til að hefjast handa.  

Agnes Wold, prófessor við Gautaborgarháskóla