Samkomulag um norræna fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 liggur fyrir

29.06.22 | Fréttir
Nordiske flag foran Riksdagen i Stockholm
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu málamiðlunartillögu um fjárhagsáætlun norræns samstarfs fyrir árið 2023 þriðjudaginn 28. júní og í dag afgreiddi forsætisnefnd Norðurlandaráðs hana.

Árið 2019 samþykktu norrænu forsætisráðherrarnir metnaðarfulla framtíðarsýn: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Framtíðarsýnin felur í sér þrjú stefnumarkandi áherslusvið sem miða að því að Norðurlönd verði í fararbroddi þegar kemur að grænum umskiptum, félagslegri sjálfbærni og samkeppnishæfni. Til að geta uppfyllt framtíðarsýnina og eflt grænar aðgerðir var hafist handa við endurúthlutun fjármagns á tímabilinu 2021-2024.

Norðurlandaráð setur sitt mark á áætlunina

Norðurlandaráði gafst færi á að koma með tillögur varðanda fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og óskaði meðal annars eftir því í ljósi faraldursins að framlög til menningar, menntunar og samstarfs á sviði viðbúnaðar yrðu aukin. Í heildina skiluðu tillögur Norðurlandaráðs sér í verkefnum fyrir 22,5 milljónir danskra króna. Meðal annars eru 8,75 milljónir danskra króna færðar til menningarsviðs og 6,5 milljónir til menntunarsviðs ásamt því að 3 milljónir fara til verkefna fyrir ungt fólk á sviði loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni.

 

„Ég tel að við höfum komist að skynsamlegu samkomulagi um fjárhagsáætlunina fyrir árið 2023 þar sem framtíðarsýnin er í fyrirrúmi um leið og okkur hefur tekist að leggja áherslu á tillögur Norðurlandaráðs,“ segir samstarfsráðherra Noregs, Anne Beathe Tvinnereim.

„Sameiginleg menning, tungumál og menntun er hornsteinninn í menningarlegri samkennd Norðurlanda. Það gleður mig því mjög að hið góða samráð við Norrænu ráðherranefndina hafi skilað sér í 15 milljónum aukalega menningar- og menntasviðsins í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023,“ segir Erkki Tuomioja, forseti Norðurlandaráðs.

– Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna. Norrænu samstarfsráðherrarnir taka ákvarðanir um fjárhagsáætlun ráðherranefndarinnar. Fjárhagsáætlunin er kynnt fyrir Norðurlandaráði sem hefur tækifæri til að koma með tillögur. Norðurlandaráð er opinber samstarfsvettvangur norrænu þjóðþinganna.

Tengiliður