Stafrænt samtal ungs fólks um félagsstörf á Norðurlöndum

Myndbandið má sjá hér
Takið sjálf þátt í umræðunni undir #nordiccommunities
Viðtal: Galdurinn liggur í því að koma saman þvert á landamæri!
Mogens Jensen samstarfsráðherra hefur fylgst með hefur fylgst með norrænu stafrænu umræðunum sem þessa vikuna hafa verið fyrirferðamiklar í ungmennahreyfingum Norðurlandanna. Umræðurnar skiluðu margvíslegum óskum frá unga fólkinu til norrænu ráðherranna. Hér má heyra svör Mogens Jensen. Heyrið hvers vegna hann telur að félög ungs fólks skipti miklu máli fyrir heimsmarkmiðin, Norðurlöndin og framtíðina.
Norrænar lausnir og innblástur
Markmið verkefnis er að skapa stafrænt samtal um félagslíf almennings á Norðurlöndum og taka mið af framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030 og formennsku Dana árið 2020. Með því á að beina sjónum að norrænum gildum og mikilvægi þátttöku almennings. Og leggja áherslu á félagslíf almennt og nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Í herferðinni er lögð áhersla á félagslíf ungs fólks, norrænar lausnir og miðlun hugmynda milli félagasamtaka ungs fólks á Norðurlöndum.