Takið þátt í Nordic Talks frá COP26

31.10.21 | Fréttir
Nordic Talks goes to Cop26
Photographer
norden.org
Hlaðvarps- og life talks-þættirnir Nordic Talks eru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2021 í Glasgow. Leggið við hlustið þegar við verðum með átta hvetjandi fyrirlestra um efni eins og vistkerfi hafsins, flutninga, orkuskipti, sjálfbæra hönnun, listir og tækni og margt fleira í beinni útsendingu.

Loftslagskreppan er hafin og við verðum að bregðast við strax. Við verðum að hefjast handa strax ef við ætlum að eiga einhverja möguleika á að ná langtímamarkmiðinu um að hækkun hitastigs verði vel undir 2°C eins og kveður á um í Parísarsamkomulaginu.

Nordic Talks bjóða upp á ný sjónarhorn á leiðir til þess að skapa sjálfbærari og félagslega réttlátari framtíð. Nordic Talks stendur að átta viðburðum meðan á COP26 stendur. Til umfjöllunar verður allt frá loftslagsaðgerðum á norðurslóðum til grænna og lífvænlegra borga í Afríku.

Þátttakendur verða þekktir fyrirlesarar, vísindamenn í fremstu röð, ungmennafulltrúar og aðrar leiðandi raddir á sviði loftslagsbreytinga. Á öllum viðburðunum verður skoðað hvað þarf að gera til þess að heimurinn bregðist við loftslagskreppunni. Horfið á beinu útsendingarnar og takið þátt í umræðum!

Hefur þú áhuga á Nordic Talks?

Í hlaðvarpsþáttaröðinni koma fram fyrirlesarar eins og vörumerkjafrömuðurinn Simon Anholt, samkeppnisstjóri Evrópusambandsins Margrethe Vestager og Shoshana Zuboff, prófessor í Harvard og rithöfundur. Í nýjasta þættinum kemur fyrrum varaforseti Suður-Afríku, Phumzile Mlambo-Ngcuka, fram.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2021

26. ráðstefna loftslagssamnings SÞ, UNFCCC, (COP26) fer nú fram í Glasgow, 31. október til 12. nóvember. Þessi árlegi fundur aðildarríkjanna er helsti alþjóðlegi vettvangur umræðna um loftslagsbreytingar og fundur þessa árs er sérlega mikilvægur. Þetta er í fyrsta sinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður sem aðilar hans hafa verið beðnir að endurmeta loftslagsstarf sitt undanfarin fimm ár og vonandi skuldbinda sig til metnaðarfyllri markmiða.  

Um Nordic Talks

Nordic Talks er verkefni Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar sem er vettvangur til hugleiðinga og til að miðla hugmyndum um hvernig hægt sé að iðka sjálfbærni í lífi almennings frá degi til dags. Allir Nordic Talks þættirnir eru helgaðir Heimsmarkmiðum SÞ og allir miðla þeir hugmyndum um hvernig við sem almennir borgarar getum látið muna um okkur – hér og nú. Markmiðið er að fá fólk til að bregðast við – allt frá áhugafólki um tölvuleiki og tækni til matgæðinga og stjórnmálafólks – þess vegna lýkur hverjum fyrirlestri með skýrum tillögum að aðgerðum. Við verðum að stinga upp á áþreifanlegum aðgerðum vegna þess að við verðum að gera loftslagsbreytingarnar skiljanlegar. Fyrir alla.