Formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði 2022

Í formennskuáætlun Finnlands fyrir árið 2022 eru nefnd ýmis svið sem sérstök áhersla verður lögð á: félagsleg, vistræn og efnahagsleg sjálfbærni Norðurlanda, öryggi á Norðurlöndum og Norðurlönd án landamæra. Einnig er áhersla lögð á norræna velferðarlíkanið og þau úrlausnarefni sem það stendur frammi fyrir, ekki síst í kjölfar COVID-19.
Á árinu 2022 verður sjötíu ára afmæli Norðurlandaráðs líka fagnað og er það kjörið tilefni til að tileinka okkur starfshætti sem auka skilvirkni og stefnumörkun í norrænu samstarfi.