Hagnýtar upplýsingar fyrir blaðamenn vegna Norðurlandaráðsþings og verðlaunahátíðar Norðurlandaráðs

media, tv, press, journalist, photographer, camera, Copenhagen
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org

Athugið að upplýsingarnar eru uppfærðar jafnóðum og kunna að taka breytingum.

Skráning á þingið

Blaðamenn sem vilja fylgjast með þingi Norðurlandaráðs á staðnum verða að skrá sig. Gilds blaðamannaskírteinis er krafist við skráningu. Hægt er að skrá sig fram til kl. 14 (að finnskum tíma) þann 28. október. 14 (finnska tid). Eftir það má hafa samband við Matts Lindqvist, upplýsingaráðgjafa Norðurlandaráðs, á netfanginu matlin@norden.org eða í síma +45 29 69 29 05, eða +46 855 3355, ef spurningar vakna. 

Þar sem lokað hefur verið fyrir skráningu skal hafa samband við Matts Lindqvist ef spurningar vakna.

Blaðamannafundir

Blaðamannafundur Norðurlandaráðs   vegna þingsins verður haldinn 1. nóvember 9.50–10.15. Þátttakendur verða forseti og varaforseti ráðsins. Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundunum á skandinavísku, finnsku, íslensku og ensku (fundurinn verður túlkaður). Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal finnska þingsins og verður í beinu streymi.

 

Forsætisráðherrar Norðurlanda halda fund í tengslum við þing Norðurlandaráðs og halda blaðamannafund þann 1. nóvember. Staður og stund verða tilkynnt síðar til blaðamanna sem hafa skráð sig. Skráning á þingið gildir einnig á blaðamannafund forsætisráðherranna. Blaðamannafundinum verður streymt. Hlekkur kemur síðar.

 

1. nóvember heldur Sauli Niinistö, forseti Finnlands, ræðu í þingsal og heldur einnig blaðamannafund. Staður og stund verða tilkynnt síðar til blaðamanna sem hafa skráð sig. 

 

Norrænu utanríkisráðherrarnir funda á þinginu. Þeir halda blaðamannafund 2. nóvember. Staður og stund verða tilkynnt síðar til blaðamanna sem hafa skráð sig. Skráning á þingið gildir einnig á blaðamannafund utanríkisráðherranna.

Innskráning

Innskráning á þingið fer fram í þinghúsinu að loknu öryggiseftirliti. Gengið er inn um dyr A á aðalbyggingu. Við skráningu færðu í hendur fjölmiðla-/aðgangskort sem veitir aðgang að þingfundum og blaðamannafundunum.

 

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini eða gild skilríki með mynd við innskráningu.

 

Innskráning fer fram á eftirfarandi tímum (að finnskum tíma):

  • Mánudaginn 31. október kl. 8.30–17.00
  • Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 7.00–17.30
  • Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 7.00–18.00
  • Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 7.00–15.00

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur er aðeins leyfð af svölunum. Aðeins ljósmyndarar á vegum sænska þingsins og Norðurlandaráðs mega fara um þingsalinn að vild. Opinberar myndir Norðurlandaráðs verða birtar til notkunar að vild (nema í viðskiptalegum tilgangi), hlekkur fyrir neðan.

Blaðamannamiðstöð

Blaðamannamiðstöð fyrir blaðamenn verður í þinghúsinu. Blaðamannamiðstöðin er í herbergi E422.

Upplýsingaráðgjafar Norðurlandaráðs verða í herbergi E420. Blaðamenn geta leitað aðstoðar upplýsingaráðgjafanna meðan á þinginu stendur. Tengiliður: Matts Lindqvist, matlin@norden.org eða +45 29 69 29 05 eða +46 73 855 3355.

Þingið á samfélagsmiðlum

Fylgist með Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni á Twitter, sem verður í virkri notkun á þinginu. Myllumerki þingsins eru #nrsession og #nrpol.

Streymi

Allar umræður í þingsalnum eru opnar fjölmiðlum og þeim verður streymt. Hægt er að horfa á streymið á skandinavísku, íslensku, finnsku eða ensku.

 

Verðlaunaveiting Norðurlandaráðs 1. nóvember

Verðlaunahafar Norðurlandaráðs verða afhjúpaðir í beinni útsendingu á verðlaunahátíð í Musikhuset í Helsingfors hinn 1. nóvember.

Skráning: Blaðamenn verða að vera skráðir og þurfa auk þess að hafa skráð sig inn í þinghúsinu á Mannerheimvägen 30, inngangur A (sjá upplýsingar fyrir ofan) til að taka þátt í og fylgjast með verðlaunahátíðinni.

Skráning: Við innskráningu í þinghúsinu fá allir skráðir blaðamenn sérstakt boðskort.

Við komu í Musikhuset þarf að framvísa boðskortinu auk skilríkja með mynd.

Staður: Gengið er inn um inngang á Mannerheimvägen 13a. Gestalisti verður við inngang. Við komu verður upplýsingaborð fyrir fjölmiðla á næstu hæð fyrir neðan.

Klæðnaður: Formlegur

 

Tímasetningar (finnskur tími (CET+1)):

  • 18.45: húsið opnar kl. 18.45. Mætið tímanlega!
  • 19.40: Allir gestir skulu vera komnir í salinn kl. 19.40.
  • 19.50: Verðlaunahátíðin hefst kl. 19.50 að finnskum tíma (CET+1) 
  • 20.00: Sjónvarpsútsending hefst
  • 21.15: Verðlaunahátíðinni lýkur kl. 21.15 að finnskum tíma og að henni lokinni gefst færi á að taka viðtöl og myndir af verðlaunahöfunum. Sjá nánari upplýsingar fyrir neðan.

 

Sætaskipan í salnum : Í salnum verða merkt sæti fyrir blaðamenn á svölum, notið innganga 11 og 12.

Blaðamannaherbergi í Terrassfoajé:Blaðamannaaðstaða með skjá verður í Terrassfoajé í Musikhuset, farið upp um eina hæð.

Verðlaunin verða afhent í eftirfarandi röð

  • Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, afhendir kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (20.10)
  • Eivør Pálsdóttir, tónlistarkona sem hlaut tónlistarverðlaunin 2021, afhendir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (20.25)
  • Petri Piirainen, framkvæmdastjóri RePacks og verðlaunahafi 2017, afhendir umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (20.35)
  • Sophia Jansson, stjórnarformaður Moomin Characters Oy Ltd., afhendir barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (20.50)
  • Jenni Haukio, ljóðskáld og eiginkona Finnlandsforseta, afhendir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (21.00)

Ekki er heimilt að taka myndir inni í salnum – myndum verður hlaðið upp jafnóðum

MIKILVÆGT: Ekki er leyfilegt að taka myndir í salnum á meðan á verðlaunahátíðinni stendur nema að fengnu sérstöku leyfi. Myndum frá hátíðinni verður hlaðið jafnóðum upp í sérstaka möppu þar sem frjálst er að nota þær (hlekkur fyrir neðan).

Viðtöl við vinningshafana

Að athöfn lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana. Myndataka fer fram á sviðinu og að henni lokinni verður hægt að taka viðtöl við vinningshafana í „græna herberginu“ baksviðs.

Tímasetningar (áætlaðar/finnskur tími):

  • 21.15: Verðlaunahátíð og beinni útsendingu lýkur.
  • 21.20: Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, býður til móttöku. Vinningshafarnir verða í salnum og ganga á svið.
  • 21.20: Fjölmiðlafólk kemur niður í salinn af fyrstu svölum, notið inngang 3 eða 6.
  • 21.25: Myndataka á sviðinu  Myndum er hlaðið upp í möppu (hlekkur fyrir neðan).
  • 21.25 og áfram: Tækifæri til að taka viðtöl við vinningshafana í „græna herberginu“

 Sendið sms í +45 21717127 eða tölvupóst til elisky@norden.org fyrir fram ef þið viljið taka viðtal við tiltekinn vinningshafa.

Fréttir verða birtar jafnt og þétt á norden.org og á samfélagsmiðlum.

Við birtum fréttir frá verðlaunaafhendingunni eftir því sem henni vindur fram. Fréttirnar verða aðgengilegar á öllum Norðurlandamálunum á norden.org og við uppfærum reglulega á Twitter. Við notum myllumerkið #nrpriser.

Bein útsending: hægt verður að fylgjast með verðlaunaveitingunni um öll Norðurlöndin.

Bein útsending hefst frá Musikhuset í Helsingfors kl. 19.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni á YLE Teema / YLE Fem í öllum norrænu löndunum fimm. Einnig verður sýnt frá verðlaunahátíðinni á öðrum norrænum ríkisrásum. Sjá upplýsingar í sjónvarpsdagskrá hvers lands.

 

Johanna Stenback, framkvæmdastjóri og yfirframleiðandi hjá All Things Content, er framleiðandi á verðlaunahátíðinni í samstarfi við finnska þingið og YLE.

Ef spurningar vakna varðandi verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2022 má hafa samband við:

  • Elisabet Skylare, elisky@norden.org, +45 21 71 71 27