Erkki Tuomioja, forseti Norðurlandaráðs 2022

Erkki Tuomioja på Nordiska rådets session 2021
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Erkki Tuomioja er kjörinn forseti Norðurlandaráðs árið 2022.

Erkki Tuomioja var kjörinn á finnska þingið árið 1970 og allt frá því hefur hann einnig setið í Norðurlandaráð að undanskildum þeim tíma þegar hann gegndi ráðherraembætti. Þetta er í annað sinn sem hann er forseti Norðurlandaráðs. Fyrra skiptið var árið 2008.

Tuomioja hefur nokkrum sinnum gegnt ráðherraembætti, hann var utanríkisráðherra 2000–2007 og 2011–2015 og verslunar- og iðnaðarráðherra 1999–2000. Einnig var hann varaformaður þingflokks jafnaðarmanna 1991–96 og formaður 1996–1999.

Hann er doktor í stjórnmálafræði og dósent í stjórnmálasögu við háskólann í Helsingfors. Hann hefur skrifað 18 bækur.

Í Norðurlandaráði er hann í flokkahópi jafnaðarmanna og hefur lengi setið í forsætisnefnd ráðsins og verið gegnt formennsku í landsdeild Finnlands.